Jæja strákar og stelpur.

Þar sem mér hefur nú fundist vera frekar lítið activity hérna á blessuðum Huganum í Half-Life hlutanum þá fannst mér bara sniðugt að skrifa eitthvað sjálfur í stað þess að sitja bara og lesa og hlæja.

Fyrst ber nú að nefna þessa svakalegu vælukjóa sem eru sífellt að skæla og væla yfir því hvað menn eru vondir og með leiðinlegt orðbragð þegar þeir eru að spila á public serverum Simnets. Finnst greinilega leiðinlegt að vera kallaðir núbbar, ógeð, helvítis tmblokkarar, tmflash hó**r og allt eftir þeim götum. Jæja krakkar mínir eins og oft hefur verið bent á þá er ekkert hægt að gera í þessu, menn verða alltaf með leiðindi og það eru alltaf einhverjir sem þurfa að “venta” (afsakið frönskuna) reiðinni og svona gera þeir það. Það er til skipun sem hljóðar á þessa vegu “hud_saytext 0” og tekur hún burtu þessar blessuðu spjall línur en í raun og veru þyrfti að vera til “hud_saybadtext 0” skipun til, en við fáum víst ekki allt sem við viljum. Ekki í hinum raunverulega heimi þar sem við þurfum að sjá um okkur sjálf. Reynum því bara að lifa með þessu í sátt og samlyndi (sénsinn) og spilum.

Svo hef ég rekið augun í það að mikið er um að menn eru að auglýsa að þessi og hin cs myndbönd eru komin út. Þetta þykir mér alltaf gaman að sjá og oft á tíðum eru þetta mjög góð myndbönd, því jú það nennir enginn að láta vita að það sé komið alveg skelfilega leiðinlegt myndband og það eiga allir að ná í það til að sjá hversu skelfilega leiðinlegt það er og skrifa svo á huga afhverju það er leiðinlegt og allt eftir þeim götum. Nei í staðinn þá fáum við tilkynningar um að “cool” (verð að hætta þessari frönsku) myndbönd séu komin. En þá er ekki öll sagan sögð, nei nú fara menn að skæla yfir því að þetta sé erlent niðurhal og þeir hafa nú bara takmarkaða heimild til að niðurhala erlendu efni. Því er einn drengur einstaklega duglegur í því að setja þetta á server sem hann hefur umsjón með og er hér innanlands og því gerir hann okkur kleyft að niðurhala þessum myndböndum innanlands svo við þurfum eigi að borga fyrir það. Hann ber nikkið Gaulzi og hef ég rekið augun í á korkunum nafnið Gulli, en þar sem ég er ekki viss þá ætla ég ekki að fara kalla drengin rangnefni þannig að ég held mig við Gaulzi. Þessi drengur á ekkert skilið nema hrós fyrir að vera svona duglegur að redda hlutunum fyrir okkur, en ég hef líka tekið eftir því að hann virðist vera orðinn dáldið þreyttur að sjá á korkunum, skipanir ekki beiðnir heldur skipanir, um að setja þetta á blessaða 1337 serverinn. Þetta er ekki fallegt krakkar mínir, setjið fram einu sinni að þið vilduð gjarnan sjá þetta á þessum einstaka server svo þið getið náð í þessi myndbönd og ef eða þegar þetta kemur þar þá þakkið drengnum. En þetta er bara það sem mér finnst. :)

En þegar ég tek mig til og skrifa hérna á korknum þá eru þeir pistlar yfirleitt ekki stuttir, nei þeir eru yfirleitt frekar langir, og það er margt sem segja þarf. Til dæmis það þegar serverar simnets detta niður, þá verður allt brjálað og menn fara kenna Konna (Zlave er nikkið hans fyrir ykkur sem ekki vitið) um, þið virðist gleyma því að hann þarf ekki að halda þessum serverum uppi, nei hann getur þess vegna bara tekið þá niður eða siminn gæti fengið nóg og sett kannski einhverskonar filter á serverana þannig að aðeins þeir sem kaupa internetþjónustu hjá þeim fái aðgang að þessum serverum. Verum dáldið sniðug hugsum bara um hversu frábært það er að eiga aðgang að sona serverum og þegar þeir detta niður, þá í stað þess að byrja rífa kjaft alveg ofaní rassg*t þá kannski bara spjalla við vini sína á irc eða í símanum eða jafnvel setjast niður við sjónvarpið, svo er alltaf gaman að lesa góða bók. Þið munuð fá að vita ef þessir servera verða teknir niður, annars er þetta bara spurning um að vera þolinmóð(ur). Því eiga allir að taka sér tíma og þakka þeim sem eru að hjálpa okkur með server uppihaldi, skráarhýsingu og allt eftir þessum götum.

Og bara sona nett í lokinn þá er mér alveg sama þótt þið fleymið, helst fleymið eins og þið getið. Takk fyrir.

AðalRuglHaus GaGaRíNs <br><br>Bandito