Max Payne 2, gríðarlega fallegur leikur og með sömu þyngdarlögmálsvél og Half-Life 2 er án efa einhver skemmtilegasta single player dæmi sem ég hef spilað í gegnum á ævinni.

Allt við max payne 1 hefur verið betrumbætt og leikurinn gerður fallegri, grafíkin er betrumbætt og allt lítur frábærlega út.

Síðan er það hrein unun að vera í skotbardaga við slatta af óvinum, vera í bullettime fljúgandi í slow motion og horfa á líkin fljúga á veggi,borð og allt sem fyrir verður og detta eðlilega, hef ekki skemmt mér svona vel við það eitt að skjóta fólk í leik síðan að soldier of fortune 1 var og hét.

Mæli með þessum leik sem timewaster fram að half life 2 , þótt að leikurinn sjálfur sé stuttur (nærð að klára hann á minna en sólarhring með góðri spilun) þá er sagan hrikalega vel gerð, og allt við leikinn gríðarlega vandað.

Síðan eru auka game modes sem maður getur skemmt sér við, Dead on Arrival sem er söguþráðsspilun nema erfiðari, Dead man walking sem er svona “botmatch” þú átt að lifa af sem lengst en endalausir óvinir birtast í lokuðu borði.

New York minute, Þá áttu að klára öll borð eins hratt og þú getur, minnir að það sé einn enn eitt gamemode sem er hægt að dunda sér í.

Svo vonar maður bara að Half-life 2 verði jafn gott framhald og Max Payne 2 var.<br><br>Drake | Some0ne