jæja þá langaði mig að ræða aðeins um CS menninguna á íslandi í dag, ég er orðinn alveg hundleiður á þessu einhæfu kortavali sem í gangi er, fólk er alveg skíthrætt við að prófa eitthvað nýtt og það eina sem núbbarnir vilja er “AZTEC” sem ég persónulega er kominn með nokkuð leið á. Svo þegar flott plugin eins og Warcraft 3 kemur þá vilja litlu pattarnir bara spila Aztec, og ekki bara einu sinni heldur aftur og aftur og aftur, þegar kemur að því að velja map í lok borðsins þá velur meirihlutinn (sem oftar en ekki eru maniuspilarar að ég held) “map extending” og fer það í taugarnar á mér. Líka sú staðreynd að á símnet E er Aztec spilað í annað hvert skipti liggur við. Hvernig væri að fólk færi að drattast á lappir og gera eitthvað í þessu, prófa ný kort? Eða taka upp nokkur gömul kort aftur? de_comrade de_scud eða eitthvað sem fólki dettur í hug. Ég held að það þurfi að kenna þessum nýliðum að spila eitthvað annað en Aztec og dust. Annars er þetta bara ég að kvarta, kemur ekkert á óvart, hvað finnst ykkur? :D<br><br><u>[.IFF.]CoRReCtoR A.K.A Vladimir A.K.A Róbert @ www.clanIFF.tk</u