Góða(n) daginn/nóttina

Undanfarið hefur mikið verið talað um ping á serverum og svartími internetveitenda. Þetta er jú að verða dáldið þreytt umræða, ég viðurkenni það, en það eru samt nokkur sjónarhorn sem hafa ekki litið dagsins ljós. Það hafa jú margir örugglega verið við það að skrifa grein um þetta en sleppt því eða verið með þannig orðalag að greininni hefur ekki verið sleppt í gegn. En horfum aðeins á þetta.

Það eru aðilar sem eru uppi með servera núna, bæði með skrimm servera sem og public servera, sumir einhæfa sig í að vera með bara CS servera aðrir bara DoD servera og svo framvegis, svo þegar fólk fer að tala um lélegan svartíma(ping) sem þeir eru að fá þá fer oft umræðan útí það að kenna Símanum um eða Internet fyrirtækjunum. Þessir aðilar þurfa engan veginn að setja þessa servera upp, þeir gætu þess vegna tekið þá alla niður eða rukkað þá sem vilja vera inná þeim. Þetta eru flest netfyrirtæki sem setja þessa servera upp eða þá fyrirtæki sem selja eitthvað tengt tölvum eða þvíumlíkt. Eins og Síminn, Margmidlun, Pytturinn, Ground Zero og 3Dsport svo eitthvað sé nefnt. (ekki tæmandi listi ég veit það) Ég held að við ættum að hætta með þetta fleim útí alla þessa server veitendur og frekar að hrósa þeim útí eitt fyrir að vera það dásamlegir að leggja sitt af mörkum til að halda tölvuleikja menningunni lifandi.

Granted, það er bras með svartíman en það er verið að vinna í því. Við verðum bara að vera þolinmóð og muna það að þetta eru fyrirtækin sem standa að skjálfta (t.d.) sem er stærsti viðburðurinn í þessari blessuðu menningu okkar. Elskum friðinn og kyssum kviðinn.

[3Gz]Bandito út