Ég hef nú ekki oft látið í mér heyra hérna á huga en langaði að rita smá pistil um það hvernig sumir góðir CS spilarar eyðileggja fyrir sjálfum sér með barnaskap, ég vil taka það fram að ég er ekki að skjóta á einn né neinn heldur bara að tjá mínar skoðanir. Svo virðist sem barnaskapur og illindi séu viðloðandi þennann CS bransa, kannski því meirihlutinn er ófermdur og ennþá að uppgötva typpið á sér. Spilarar að skíta yfir aðra útaf einhverju smámáli í staðinn fyrir að tala beint við þann aðila og ræða málin skynsamlega. Mikið vildi ég sjá meiri þroska á meðal allra CS spilara og verða þannig vitni að því að sjá CS samfélagið á Íslandi ná hærra stigi en það er núna á. Fyrir suma er þetta aðeins leikur en aðra er þetta meira, fólk verður að skilja að það eru sumir sem taka þessa hluti alvarlega(ég er kannski ekki einn af þeim þó ég virðist vera voðalega alvarlegur hérna) :) — En framtíðarsýn mín er sú að “Eldri borgara deild” verði stofnuð þar sem þroskaðir og reyndir CS spilarar koma saman, spila og drekka mjöður eða einhvern annann óáfenga drykki(þessi setning var styrkt af Carlsberg). Það sem ég er að reyna koma á framfæri hérna er: reynum að sýna smá lit, hættum öllu bulli, spilum CS og skemmtum okkur, ekki með nöldri, stælum og leiðindum.



P.s ef þetta var of þurrt, endilega skjótið á mig :þ<br><br>[.IFF.]CoRReCtoR