Jæja

Fyrir nokkrum mánuðum voru landsleikir á fullu og var mikil stemning yfir þessu. DDay stjórnaði sem captain yfir .is liðinu og áttum við marga og skemmtilega leiki gegn mörgum erfiðum liðum. Líklega aldrei svona góð í cs á landinu og öll liðin að fighta saman fyrir stolt klakans. En núna er spurningin, hafa menn áhuga á að fara í næsta nations-cup og ef svo er hver hefur áhuga á að sjá um það ?.

Ef það verður af þessu þá þarf að skrá .is í næsta nc sem ég er ekki 100 á hvenær byrjar. Finna þarf menn sem íslendingar telja sína sterkustu spilara og meiga einungis 2 spila úr hverju clani fyrir hvern leik. Til að spila í nc þarf evrópu tengingu sem ekki margir hafa, ef til kæmi að aftur yrði nc þá munum við í MurK ekki getað fengið menn inn í MurK holt til að spila leikin. Annahvort yrðu menn að finna stað saman eða þeir spilarar sem eiga að spila einfaldlega að redda sér evropu tengingu sjálfir fyrir tiltekna leiki.

Fínt væri bara að finna út hvað mönnum finnst um þetta o.s.f.v.

Og já ég legg til að íslendingar velji svona 2-4 clön sem þeir telji sterkust og leyfi hverju clani að velja 1-3 leikmenn sem spila fyrir clan hönd en ekki láta hvern einasta íslending fara í trial.

Hvað finnst mönnum ?