Hvað eru "fleimerar"? Ég sá þessa sniðugu grein á heimasíðunni mymym.com svo ég ákvað að þýða hana og skella henni hingað inn ykkur til fróðleiks og skemmtunar.


Internetið býður upp á þau þægindi að hafa samskipti við fólk sem hefur sömu áhugamál og við en ansi oft fara þessi samskipti út í einhverja vitleysu. Hversu oft hafið þið lesið eitthvað og hugsað eftir á “Vá, þvílíkur hálfviti, ég hata þetta fífl”. Spurningin er: Afhverju er fólk svona leiðinlegt við aðra á spjallborðum?

Flest ykkar kannist nú örugglega við orðið “fleim” en hvaða þýðingu hefur þetta orð fyrir ykkur?

“Fleim”: orð sem er notað til að særa eða móðga aðra á sem óvinalegasta hátt.

Hvar stunda flestir þetta “fleim”?: Á spjallborðum, IRCinu, í tölvuleikjum og jafnvel á MSN og Emailum.

Hvað gera flestir “Fleimerar”?:

1. Þegar þeir svara þræði eða pósti er svarið þeirra á enganveginn uppbyggilegt, er yfirleitt ekki umræðuhæft og er alls ekki svar sem sannfærir einn né neinn.
2. Ljúga upp á þann sem þeim líkar ekki við.
3. Segja frá (eða ljúga) um hversu frábær og svöl þeir eru. (Dæmi: “Ég á allavega heita kærustu” eða “Ég get tekið 130kg í bekk”)
4. Láta eins og sálfræðingar þegar þeir svara einhverjum. (Dæmi: “Þegar þú notar orð eins og KLÁRLEGA er það nú bara gott dæmi um hversu… …”)
5. Þeir ráðast persónulega á einhvern sem er ekki sammála þeim og það er kannski útaf þeir halda að þeir séu með einu réttu skoðunina.
6. Tjá sig bara til að koma öðrum meðlimum spjallborðsins í uppnám eða til þess að móðga aðra.
7. Hanga á spjallborðinu bara til þess að vera tilbúnir til að skjóta á einhvern.
8. Þegar þú ert búinn að sanna lygina þeirra, rífa í sundur rökin þeirra og lætur þá líta út eins og fávita er aðeins eitt eftir fyrir þá að gera - móðga, móðga og móðga, svo passið ykkur.

Afhverju “fleimar” fólk?

Afhverju hagar fólk sér svona á spjallborðum? Hvað knýr þá áfram til segja eitthvað sem þeir myndu aldrei segja í eigin persónu? Það eru eflaust fleiri ástæður en þessar hér fyrir neðan.

1. Internet nafnleysa: Þegar þú ert á netinu ertu nokkurnveginn nafnlaus. Jú, það er eflaust hægt að komast að einhverju með því að vita fornafnið þitt ef þú hefur nægan tíma, samt sem áður hafa margir takmarkaða kunnáttu og geta því lítið gert. Flestir hafa engann áhuga á að elta niður einhverja þursa af internetinu svo margir “fleimarar” eru algjörlega frjálsir á framferði sínu. Þegar þú situr á bakvið tölvuskjáinn þá þarftu eflaust ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hitta viðkomandi “bráð” þína svo þú getur verið eins orðljótur og leiðinlegur og þú getur. Þetta hvetur fólk til þess að segja þessa ljótu hluti við aðra. Mikið af þessari hegðun er bara heygulskapur.
2. Óöryggi: Þessir aðilar hafa mjög líklega lítið sjálfsálit (finnast þeir vera kraftlausir og óöruggir í þeirra eigin lífi). Þá þegar þeir “fleima” eða vinna rökræður á netinu fá þeir mikilmennskubrjálæði. Fólk sem eru með heilsusamlegt sjálfsálit hafa því enga þörf á því að vera leiðinlegir við aðra.
3. Athygli: Sumir þurfa sína athygli og elska að láta það bitna á öðrum því það gefur þeim adrenalín. Þeir gera þetta því þeir vita að þeir hafa “áhorfendur”.

(Kannski hafa sumir lent í svaka rökræðum eða “fleim” stríði við einhvern, einhverntímann en fólk sem gerir þetta reglulega á við vandamál að stríða sem tengist frekar þeirra karakter frekar heldur en að sjá eitthvað komment sem gerir það reitt.

Hvernig skal díla við “fleimera”:

Hver er besta leiðin til að stoppa þá?

1. Hættið að fæða egóið þeirra. Hunsið þá bara. Það getur verið erfitt þegar einhvar póstar móðgandi kommenti um þig en þeir póstuðu því bara til að bögga þig. Það tekur góða sjálfsstjórn til að hunsa þá en þegar þú kemst upp á lagið með það er þetta lítið mál.
2. Skiljið afhverju þeir eru að þessu. Það er örugglega útaf því að þeim líður ömurlega og að þeir þurfi að láta það bitna á þér. Þeir vita ekki hvernig á að höndla sitt eigið óöryggi. Ef við skiljum þeirra vandamál betur getum við kannski fyrirgefið þeim þetta.


Ég vona innilega að þessi grein gefi ágæta innsýn inn í þetta vandamál og að fólk fari að vakna til að taka á þessum vaxandi vanda innan okkar samfélags.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius