Ég ætla að byrja þessa grein með fullyrðingu: Ég er íþróttamaður!

Já, ég er engu minni íþróttamaður núna heldur en þegar ég æfði fótbolta og frjálsar hérna í gamla daga. Ég veit að nokkrir eru nú þegar byrjaðir að hlæja að mér en ég ætla að spurja nokkura spurninga.

Hvað er það sem gerir íþrótt að íþrótt?
Er nóg að hægt sé að keppa í greininni?
Haldin eru þó nokkur mót í fjölspilunarleikjum hér á landi. Sem dæmi má nefna ICSN, Skjálfta, Smell og fleirri. Keppt er í einstaklings og liðaleikjum. Leggja spilarar allt kapp á að ná sem bestri samhæfingu liðsheildar rétt eins og í öðrum íþróttum, s.s. knattspyrnu, handknattleik og svo framvegis.

Þarf samhæfingu hinna ýmsu hluta líkamans?
Við spilun tölvuleikja móttökum við bæði sjón- og hljóðáreiti. Heilin metur upplýsingarnar og við bregðumst við. Að lokum er það nákvæmni handanna sem færir okkur fröggin þegar við miðum af listilegri nákvæmni á höfuð andstæðingsins. Fingurnir leika um lyklaborðið er við hoppum og skoppum með miðið er fast á skrokki andstæðingsins uns hann liggur dauður. Vart þarf að taka fram að gríðarmikil samhæfingu líkama og huga á sér einnig stað í hefðbundnari íþróttagreinum.

Eru íþróttir nauðsynlega líkamlegt erfiði?
Ekki tel ég svo vera. Þegar litið er til þess að skák og bridge eru vinsælar keppnisíþróttir hlýtur hver maður að sjá að leikjaspilun á vel heima í þessum hópi. Heimsmeistaramótin í þessum keppnisgreinum eru mjög stór að umfangi og draga til sín fjölda gesta. Þess má geta að íslendingar hafa átt heimsmeistaralið í Bridge og hýst heimsmeistaraeinvígi í skák.

Þetta virðist mér vera veigamesta atriðið, þ.e. líkamlega erfiðið og því langar mig að nota söguna mér til stuðnings í þessu og benda á nokkrar óhefðbundnar íþróttagreinar.
Á flakki mínu um veraldarvefinn rambaði ég inn á <a href=”http://www.visindavefur.hi.is/svor/svar_6495.html>Vísindavef HÍ</a> og sá þar merkilega grein sem bar titilinn “Hvaða íþróttir stunduðu víkingar og hver var afstaða þeirra til líkamans?” Fyrir ykkur sem nenna ekki að lesa alla greinina skal ég súmma það sem mér fannst merkilegast:
<i>“Í heimsókn Þórs til Útgarða-Loka í Snorra Eddu er talað um íþróttir þegar sagt er frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu.”</i>
Þetta vakti athygli mína. Kappát! Kappdrykkja? Hvað næst?
<i>“…frægur er mannjafnaður Noregskonunganna Eysteins og Sigurðar í Magnússona sögu Heimskringlu þar sem þeir miklast af glímu, sundi, skautahlaupi, bogfimi, skíðakunnáttu, lögprettum og mælsku - sem íþróttum.”</i>
Segir þessi málsgrein ekki allt sem segja þarf? Lögprettir eru enn stundaðir í miklu mæli þó ekki sé nú keppt í þeim nú til dags og mælskulist er þarna nefnd í sömu andrá og glíma og sund.
Það er söguleg hefð fyrir því að íþróttir sem krefjast ekki líkamlegrar áreynslu séu taldar íþróttir og þykir mér alveg ljóst að líkamlegt erfiði sker ekki úr um það hvort um er að ræða íþrótt eða ekki.

Er grein orðin íþrótt þegar stofnaðir eru klúbbar sem keppa innbyrðis og draga að sér áhorfendur?
Valur, KR, Fram, Víkingur, KA og Breiðablik vs VON, NEF, ccp, Love og Evil
Nokkur þessara íþróttafélaga hafa meira að segja komið sér upp húsnæði til að stunda íþrótt sína. T.d. Valur, Love og KR.
Hversu margir ykkar eiga demó af t.d. úrslitaleiknum á Skjálfta? Hversu margir fylgdust með honum? Er ómögulegt að hugsa sér að í nálægri framtíð verið borgað fyrir að fá að fygjast með leikjum eða að sýnt verði beint frá leiknum yfir Internetið.

Erlendis eru haldin eru stórmót þar sem háar fjárhæðir eru oft í verðlaun. Mig minnir að ég hafi séð einhversstaðar að einstaklingur hafi unnið 200.000 $ í svona keppnum á einu ári. Er hann atvinnumaður? Í hverju þá? Fjölspilunartölvuleik? Nei góði besti það er ekki íþrótt! eða hvað?

Orðið íþrótt kann að hafa vissa merkingu í ykkar hugum. Tölvuleikir falla jafnvel ekki inn í þessa fyrirfram ákveðnu skilgreiningu ykkar en takið eftir því að ég hef nefnt hér dæmi um íþróttir frá ýmsum tímabilum sem líkjast fjölspilunarleikjum mjög.
Þetta er alveg þess virði að velta fyrir sér.

Einhver nefndi í svari sínu við grein MrRed sem ég las áðan að við ættum að mynda félag til að ganga í ÍSÍ. Þetta er óvitlaus hugmynd. Þarna kæmi inn aukafjármagn sem gæti kostað menn til utanfara, s.s. eins og á CPL ofl. Það er bara spurning um að láta vaða.

Ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé ný hugmynd sem hér er varpað fram, þetta er aðeins kalt mat mitt á því sem ég sé. Ég ætlast auðvitað ekki til þess að þið samþykkið þetta undir eins en hugsið aðeins um þetta. Satt að segja hélt ég fyrst að ég hlyti að vera sturlaður og ég geri mér grein fyrir því að þetta kann að hljóma öfgakennt fyrir suma ykkar. Málið er bara að þetta er svo “Crazy” að það gæti gengið :)
Efasemdarmenn, lesið aftur yfir greinina. Þetta er bara spurning um viðhorf. Góðar stundir.

Íþróttakveðjur,
[VON]Simon