Ég hóa til ykkar og byð ykkur velkomna aftur! Já bið ykkur velkomna fyrir fram því þið hafið rétt í þessu ákveðið að kíkja á ns simnet serverinn aftur og spila minna á erlendum.

Nokkuð hefur verið spilað á Íslenska ns serverinum nýlega og þar að auki ns maps, sem er nátturlega ns sjálfur. Goðar (Hið Íslenska ns clan) er nú orðið þekkt meðal evrópumanna og tekið sem mid skilled clan, sem er nokkuð gott miðað við hversu lítið við höfum spilað, þar af auki tökum við þátt í world cup soon og þurfum alla æfingu sem mögulega getum fengið.
 
Annars aðal ástæða þessarar greinar er að reyna að lokka gömlu ns spilarana til baka, og kannski nokkra nýja. Það er reyndar svoldið erfitt að byrja aftur núna því meirihlutinn er núna virkilega reyndir spilarar en því betri spilarar sem þið spilið á móti, því hraðar læriði, spurningin er að gefast ekki upp og vera jákvæður(yarr læra að skemta sér þótt þið tapið)
 
Þar af auki vonumst við að sjá fleirri Íslensk clön stofnuð, ekki verður fólk bara betra fyrr þannig, líka eiga spilrar léttara með að átta sér á hvað er að gerast í leiknum og hvað þarf að gera. Goðar mundu geta gefið þeim ráð hvernig ns scrimm eru spiluð. Þar að auki er ns mikið gerður fyrir teamplay og scrimm play svo það er mikil fjölbreyttni og ekki hægt að plana mikið í byrjun leiks um hvað skal gera seinna (mistök geta kostað heilt round).
Ef ykkur vantar server til að scrimma á getur #mod.is sett upp ns server hvenær sem er og getið líklega fengið lánaðan Goðar serverinn til að spila gegn erlendum clönum.

Oft hefur verið spurt nýlega líka hvort allir Íslendingarnir séu hættir í ns, það er ekki rétt því margir Íslendingar spila en bara minna á Íslenskum server vegna þess að þar vantar spilara og of mikið spilað co maps. Sem dæmi má segja að um 6 Íslendingar voru á Yo clan servernum um daginn sem var 1/3 serversins og tekur langan tíma að fá slot á honum, því þessi server nýtur mikillar viðringar og margir öflugir spilarar spila þarna.
 
Fyrir byrjendur sem ætla að kíkja á þennan leik og fyrir þá sem ætla að byrja aftur, er mikilvægt að skilja að þið munuð ekki endilega fá gott “score” eða gangi virkilega vel þegar þið byrjið, og munuð ekkert verða betri ef þið gefist strax upp á leiknum. Besta leiðin til að læra er að spurja aðra, ekki gefast upp þótt að þú átt erfitt með að skilja eða geta drepið eitthvað og fylgjast með hvað aðrir gera. Þessi leikur er ekki bara Fragfest, hann er aðeins flóknari en margir leikir en býður uppá fleiri möguleika. Gott er bara að taka sinn tíma og læra á leikinn, lana kannski með vinum sem eru líka að læra á leikinn.eða spurja betri spilara um tips.

Við erum með marga góða spilara á Íslandi á þessari stundu, og svo má nefna Uberman sem er með öflugri lerks sem finnast. Hægt er að nálgast demos af Goðum spila frá þeim ef þið hafið áhuga eða hltv af ensl match(sem er keppni) sem þeir fóru í til að koma sér á strik, sem hefur gengið vel.

Nú dettur mér ekkert meira í hug til að skrifa svo ég vona að þetta sé nóg.
Vona að sjái sem flesta á Íslenska servernum og bendi á irc rásina #ns.is sem þurfa einhverja hjálp.
#mod.is