Daginn…

Spilað hef ég Counter-Strike af miklum eldmóð undanfarnar vikur, og það er margt sem fer algjörlega í taugarnar á mér þar. Ég fer í hvert eitt og einasta atriði “in depth”.

Fragsteal - Þetta er án efa það heimskasta sem ég hef heyrt á ævinni. Þegar mar kemur að vin og óvin sem eru að berjast, og mar drepur óvininn, þá er bara hrópað “fragstealer” og “fífl” á mann. Er það þá rétt hjá mér að alltaf þegar óvinur kemur og einhver í liði manns vill drepa hann, þá á marr bara að bíða eftir að það klárist? svo EF óvinur drepur liðsmann manns, ÞÁ má marr skjóta? vinsamlegast bara grow up dudes. CS er liðaleikur, og einstök frög skipta ekki eins miklu máli og velgengni liðsins.

gg - Einhvern veginn skil ég ekki af hverju CS'arar ná þessu bara ekki. “gg” er sagt eftir ALLA leiki. “gg” þýðir EKKI… taka skal fram, EKKI “ég spilaði vel” eða “þetta gékk vel”. “gg” þýðir “Takk fyrir leikinn”. Það sýnir þroska og almenna kurteisi að segja “gg”. “bg” “okg” “BFG” og allt það rugl er bara ókurteisi og vanþroski. Þótt að hitt liðið hafi campað og svindlað og hagað sér eins og smábörn, það skiptir ENGU. Maður á að sýna örlítinn þroska með að þakka fyrir leikinn, ekki fara niður á þeirra level marrrr.

Takk fyrir, ég vona að þið þolið þetta rant í mér ;) takið líka mark á mer, plís, umhverfið verður miklu skemmtilegra og meira friendly.

[.Hate.]DizOrdah
13kvk[QNI]
MurK-zodiac