Ég sendi þetta inn sem grein þar sem ég lagði ágæta vinnu í þessa spá. Og einnig því að mér þykir gaman að lesa spár og fínt að hafa þær allar á einum stað.

Liðaskipan er tekinn af þráðnum hans zlave um skráða leikmenn og tek ég enga ábyrgð ef vitleysa er í liðsmönnum hvers liðs.

1. Drake - MrRed, Some0ne, WarDrake, zombie, vieri : Ég tel að drake menn eigi eftir að klára þennan skjálfta líkt og þann síðasta í efsta sæti. Mér þykir drake ekki alveg sama yfirburða lið og þeir voru og eiga þeir ekki eftir að taka fyrsta sætið létt sem er bara gott fyrir þá sem ætla fylgjast með baráttunni. (persónulega varð ég fyrir miklum vonbrigðum með síðasta skjálfta þar sem ice og drake komust í úrslitaleikinn frekar auðveldlega). Væri líka fínt að vita hver vieri er… en gæti reiknað með að þetta eigi að vera dynamo.
MVP : zombie er af augljósum ástæðum verðmætasti leikmaður drake liðsins. Bara sem dæmi var hann valinn besti leikmaður úrslitaleiksins ef ég man rétt eftir síðasta skjálfta. Hvaða lið í heiminum væri sátt við að hafa hann í sínum röðum. Ég er að vonast til að sjá einhverja flugelda frá hr. rauðum

2. Ice.CS - entex, spike, cyru$, skaven, jam : cyru$ er kominn aftur í raðir ice manna eftir nokkra fjarveru og veit ég ekki hversu miklu hann hefur gleymt þar sem ég hef ekkert séð til hans síðan hann kom aftur, en puppy var tekinn úr liðinu og tel ég það markst um að cyru$ hafi ekki gleymt allt of miklu. Mér þykir samt ice hafa misst flugið upp á síðkastið og sást það á frekar slökum úrslitaleik vs. drake á síðasta skjálfta. En það gat hafa verið dagsformið sem réði þar ríkjum og ice hafa sínt að á góðum degi eru fá lið sem standa í hárinu á þeim.
MVP : Erfitt er að velja einn verðmætasta leikmann hjá ice þar sem hver og einn þeirra getur ráðið úrslitum. En ég segji samt entex sé verðmætasti leikmaður þeirra þegar á heildina er litið. En ég tel þrátt fyrir það að skaven eigi eftir að vera sá maður sem vinnur mikilvæg round fyrir ice menn.

3. diG - Vargur, LuSharp, drulli, Orrie, v1rtual : Þessi liðuppsetning ætti að geta staðið í vegi fyrir að ice og drake lendi enn einu sinni í úrslitum. Og þurfa bæði liðin að varast dig. Miklar mannbreytingar hafa átt sér stað í röðum dig og margar hverjar mjög góðar. dig hafa alltaf verið vel spilandi en oft hefur hrjáð þeim að skyttur vanti. Nú er nóg af þeim, en spurningin er hvort samspilið verði fyrir hnekkjum í staðinn. Ef þeir ná saman eiga þeir 3. sætið víst og spurning hvort þeir eigi ekki eftir að ógna drake og ice all verulega.
MVP : drulli er sá leikmaður sem á eftir að vera erfiðastur fyrir lið að ráða við. Vargur á líklega einnig eftir að vera með spretti, vonandi fyrir dig verður það þegar það skiptir mestu máli.

4. Adios - Gemini, roMim, Calculon, CritiCal, Hjorri : Nú er byrjað að vandast málin. Næstu fjögur lið eiga eftir að komast jafn langt og uppröðun dbl elimination leifir þeim. “Heppni” getur ráðið því hvort hvernig liðin raðast upp, sem er miður. Vonandi fáum við samt að sjá öll þessi lið eigast við í elimination. Ég set adios í 4. sætið því ég tel að viðvera mín í liðinu hafi smitað vel út frá sér ( maður verður að koma sér einhversstaðar inn : ). Hérna á dagformið eftir að ráða miklu og undirbúningur einnig.
MVP : Ég get ekki valið neinn einn sem verðmætasta leikmanninn, en eitthvað nafn verð ég að setja inn. Ég held að Hjorri eigi eftir að vera sá maður í liðinu sem á eftir að ná þessum roundum sem eiga eftir að skipta sköpum í þeim leikjum sem eiga eftir að geta endað á hvora veguna sem er.

5. SeveN - andrig, Trasgress, deNos, levi!, WarriorJoe : Seven eru til alls líklegir og geta vel gert tilkall til 4. og 3. sætis. Þetta er tefla fram góðu liði og á ekki eftir að vera auðvelt að slá þá út. Einhverjar raddir eru um hugsamleg uppbrot hjá seven en ég vona að þær séu ekki á rökum reistar því þeir þurfa að vera vel einbeittir til að ná ofar en 8. sæti.
MVP : Þrátt fyrir marga góða spilara þá er andrig, að mínu mati, lykilmaður í seven liðinu og tel ég að hann eigi eftir að gera góða hluti.

6. morTal action - fixer, gaui, helgz, kutter, moon. : Ég er að vona fyrir hönd mta að þér eigi eftir að ná allavega í top 10. Það efast fáir um getuna innan liðsins, en vandinn liggur annarstaðar. Ef þeir láta ekki smá mótlæti vinna bug á sér geta þeir náð enn lengra.
MVP : Allt mjög svipaðir spilarar og erfitt að gera upp á milli. En tel ég að kutterinn sé sá maður sem liðið geti staðið og fallið með.

7. *SpEaRs* - Diaboluz, Diluted, Goldfinger, Bardi, Palli : Hérna er lið sem er frekar óútreiknanlegt. Geta þeir bæði náð mjög langt eða stutt. Eru þeir eftir minni bestu vitneskju allir á ak-laninu og þekkja því frekar vel inn á hvern annan. Mórallinn á eftir að geta fleytt þeim langt ef hann helst góður sem ég trúi ekki öðru en hann gerir.
MVP : Fyrir 2 árum myndi ég hafa hiklaust bent á Palla en þar sem ég hef sjálfur dregið mikið úr spilum og ekkert spilað á móti honum síðan. Þá held ég að Diaboluz sé sá sem eigi eftir að vera hvað mest stabíll í liði spears og slíka leikmenn er nauðsynlegt að hafa.

8. dot - snatch, vision, XequteR, J1nX, shiny : Næstu 4 lið eiga eftir að lenda í 8-12 sæti að mínu mati. Dot eru með marga ágætis einstaklinga innanborðs og er skjálfta liðið þeirra mjög sterkt. Ég held að þeir komist alveg örugglega í 8-12 en ekki lengra.
MVP : Afskaplega jafnir einstaklingar hver með sína kosti og galla. Ég tel samt að hann xqtr eigi eftir að vera sá sem nælir í þessi mikilvægu auka round.

9. DON - Surgur, Coke, maggz, Gerbil, Alkinn : Don eru örir við að fækka og auka við liðsheildina og tel ég það ekki af hinu góða. En skjálfta liðið þeirra er nær allt af gömlum donurum sem hafa spilað lengi saman að alkanum undanskildum. Getur það ekki annað en hjálpað þeim í top baráttunni.Don geta náð að komast hærra en
8.sæti en ég held þeir eigi eftir að tapa þessum eina mjög svo svekkjandi leik og þurfa því að sætta sig við 8-12 sætið.
MVP : Þetta eru allt mjög stabílir leikmenn sem eiga eftir að skila sínu. Sá sem gæti gefið þeim þetta extra hitt gæti verið alkinn.

10. x/o. - dragz, dzy, empror, Fannar, wiper : Þeir geta komið á óvart og náð lengra en það má lítið út af falla. Það sem má ekki klikka er samvinna. Þetta er liðsleikur og það er einmitt það sem sker góðu liðin að. Hversu langt þeir komast held ég ráðist af 1 vs 1 1 vs 2 og 1 vs 3 aðstæðum. Bæði þegar þeir eru fleirri eða færri.
MVP : Þeir eiga hver eftir að hafa sína spretti en ég held að fannar eigi eftir að vera sá sem á eftir að hafa hvað flesta spretti.

11. evil - iDeNtItY, elec, Jokull, Smurfy, SliceR : Enginn hefur verið að spá evil í top10 en ég tel að þeir eigi eftir að ná upp í 8-12 og þar af leiðandi líklega koma mest á óvart. Þeir hafa sterka spilara og ættu vel að geta náð upp í top 10.
MVP : Sá leikmaður evil sem á eftir að vinna leiki fyrir þá er að mínu mati slicer. Hann er líklegur til að klára þessa 1 vs 1 2 3 aðstæðurnar. Og einmitt líka koma í veg fyrir að evil lendi í þeirri aðstöðu.

12. GOTN - OmegaDeus, Gimpo$, Elvar, zyth, DruiD : Ég tel gotn ekki eiga eftir að ná lengra en 8-12 sæti ef þeir ná því þá.En það væri gaman að láta þá sýna mér annað. Þeir hafa þarna fína einstaklinga og eru til alls líklegir.
MVP: Druid var rosalegur þegar kom að hittni þegar dc var hvað sterkast. Nú hefur hann elst eilítið og snerpan og spilun minkað. En hann er enn skeinuhættur og gæti reynst verðmæt eign þegar upp er staðið. Zyth gæti einnig reynst verðmætur ef hann dettur í gírinn með awp-inn.

Mörg önnur lið gera tilkall til þessara top sæta en ég tel þessi lið líklegust. En eins og ég sagði áður þá getur miklu skippt uppröðun dbl elimination bæði möp og andstæðingar.
En hvað veit ég? “When you look this good you don´t have to know anything.”