Ég man áður en #counter-strike.is kom upp, þá var rásin #hl.is aðalega í notkun og fannst mér furðulegt að sjá náunga sem spiluðu bara Quake þarna í stórum stíl með op, og ef ekki quake þá náungar sem spiluðu cs bara mjög lítið. Maður var að sjá einhverja quake “þursa” hendandi út dedicated cs spilurum af rásinni, á endanum hætti ég að hanga þar og fannst það bara farið til fjandans. Núna var ég á #Counter-strike.is og alltífínu með það, gengur vel með þá stöð og lítið hægt að segja um það. Samt er maður að sjá einhverja quakeara þarna sem spila cs lítið með op.
Þeir segjast spila cs en mér finnst það bara ekki nóg, þetta eru ekki náungar sem hafa spilað lengi og mér finnst full langt gengið þegar maður er að rífast við “op” á #counter-strike.is um hvort quake eða cs sé betri. (kommon hvaða heilvita maður veit það og hvað er einkur hálfviti að gera með op á stöðinni okkar :þ)

Ég held að málið sé það að þessir quakerar þekkji cs spilara og fái op þar þarsem þeir líta á það sem vissan standard að hafa op á 50 manna rás. (irk nördar)
Mér finnst að engin sem lítur ekki á cs sem uppáhalds skotleikjin sinn eigi ekki að vera op þar, ég hef ekkert á móti því að quakerar komi yfir í cs og fínt með það, mér finnst ekki alltilagi að quakerar eru að fikta við cs, koma inná rásina “okkar” og hafa vald yfir old timers. (It just isnt ræt!)

KK
PrettyBoy
Ebeneser