Það er nú loksins að koma gott hjóla veður úti og því er fullkominn tími núna til að gera upp hjólið sitt.

Ég kann alls ekkert mikið á svona lagað og þekki engan sem gerir semsagt maður spyr bara huga samfélagið.

Ég er á mongoose TYAX elite hjóli
( http://www.mongoose.com/mtn/MongooseFiles/ProductImages/2297_1_large.jpg )
sem er óbreytt. Mig langar að að kaupa mér nýja dempara diskabremsur ( hvað er annað til en víra?) og skipta um gírverk og keðju.

Ég er búinn að vera að vafra smá í dag á netinu og finn enga almennilega hjólabúð sem selur þessa hluti (nema þá markið með frekar litlu úrvali, til dæmis vantar diskabremsur).

Ég veit ekki hvaða stærði á til dæmis keðju mig vantar eða neitt þannig, semsagt það væri mjög mikið þakkað fyrir ef eitthver gæti sagt mér hvar ég gæti aflað mér upplýsingar um þetta.

En það sem ég er að spyrja um, hverju mælið þið hjóla áhugamenn með fyrir mig? Ég nota hjólið mitt frekar mikið daglega og mig langar að byrja að taka þátt í keppnum og þannig (:

Hvaða parta ætti ég að kaupa get ég “installað” þessu sjálfur þar sem ég er nokkuð handlaginn og ég er að hugsa um að eyða í kringum 30 þúsund í þessum mánuði og 20 þúsund þegar ég fæ útborgað næst.

Þakka fyrir góð svör.

Bætt við 4. apríl 2008 - 11:35
Ég gleymdi að bæta við, er eitthvað mál að mála eða lakka hjólið? Það er byrjar að riðga smá sumstaðar og mig langar að losna við þessa riðbletti. Hvaða lakk ætti ég að kaupa hvar fæ ég það og hvernig geri ég það? XD
Lol, þú last þetta.