Hæbb, vildi bara endilega deila þessu með ykkur.

Málið er að ég keypti mér snilldra pumpu, svona pinkulitla pumpu, þrælvirkar, hjá Erninum fyrir…ehh man ekki hvenær.
En síðan lenndi ég í því núna á laugardaginn að eitthvað pínkulítið stykki inní pumpunni brotnaði þegar ég var að pumpa í hjól félaga míns og hún pumpaði ekkert meira eftir það, og shit þessi pumpa kostaði 3þús kr og það er ekki eins og ég hafi einhvertíman unnið í lottó og geti spreðað peningum hægri vinstir. En nóg um það ég tók gleði mína fljótt þegar ég fattaði að ég hafði verslað þessa pumpu af Erninum, hef góða reynslu af þeim, þanning að núna í dag fór ég með pumpuna mína niðrí Örninn eftir skóla og viti menn ég fékk bara nýja pumpu, ekkert vesen bara nýja pumpu.

Þetta kallar maður góða þjónustu, enda líka bókað mál að ég fer í Örninn næst þegar ég ætla að kaupa mér nýtt hjól.<br><br>kv.
InSanE