Jæja held að nú ættu flestir að hafa kíkt á nýju undirtóna sem skarta afkvæmum guðanna í sláturfíling á forsíðunni.
Þið hafið jafnvel verið jafn óheppin og ég að kíkja inní blaðið og lesa greinina um Hip hop eða það var held ég það sem reynt var að skrifa um.. Eftir lestur var ég engu nær nema hvað að undirtónamenn vita ekki rass hvað er að gerast í Íslensku Hip hoppi!! Sýndi og sannaði fávísu þeirra um menninguna!!
… Íslenskt hip hop ætti fyrir löngu að vera kominn með fastan sess í blaðinu og það væri nú ekki svo vitlaust að fá einhvern sniðugan guru sem veit hvað hann syngur að skrifa í blaðið!!

Svo ekki sé farið út í stafsetningavillur….
afkvæmi guðanna var nú rétt en farið var illa með þá félaga Forgotten Lores klúðruðu því alveg og skrifuðu The Forgotten Lords
og Messias vill z-ur….Mezzias
veit nú ekki um Móra hvort hann vilji kommuna yfir ó-ið eða ekki
en þetta var nú allavveganna það mesta klúður sem ég hef séð!!

Þeir sem EKKERT hafa fylgst með Íslensku hip hoppi mætt á tónleika eða rímnaflæði hafa líklegast verið engu nær um hvað sé eiginlega að gerast!! gaman að eina blaðið á klakanum (jæja og sánd) sem virkilega er að fjalla um tónlist skuli vera svona skemmtilega eftir á!! svona vill þetta vera fyrir skopparana hörðu hip hopp hausana og svo ekki sé farið út í skeitarana (hefur allt í þeim málum alltaf verið nokkur ár á eftir..kæra borg hvar er skeitparkið??…)!! við viljum réttlæti

undirtónamenn for shame!!! lesið heima!!