Hugsanir sem að ég hef lengi ætlað að setja á blað.




16 ár í lífinu , loks núna farinn að finna mig/
en ég man síðan í gær að kjálkinn á mér titraði/
þar sem ég lá, var ekkert án..mömmu og pabba/
stóð ekki á eigin fótum , varð einhver að vera til staðar/
var lítill strákur en ennþá minni að innan/
endalaus ótti og á tímabili hélt ég hann væri að sigra/
var eitthvað sem að angraði, virtist alltaf vera skjálfandi/
ráfandi, var ekki glaður eins og allir hinir strákarnir/
en ég vildi engann sálfræðing, trúði ekki að ég væri þuglyndur/
vildi ekki trúa, en var ekki langt frá því að fara út í rugl/
endalaus snúningur, var besta leiðin til að útskýra ástandið/
grátandi, var í endalausu stríði við sjálfan mig/
þurfti að komast eitthvað burt, en ekkert var farið mitt/
en lærði í gegnum árin að fela mig á bakvið andlitið/
dökkar hugsanir fóru fram og til baka eins og róla/
því ef þetta var skóli lífsins, vildi ég helst skrópa/

…vildi ég helst skrópa !!!
…vildi ég helst skrópa !!!
VILDI SKRÓPA ! VILDI SKRÓPA !

ég lít á fortíðina sem eitthvað , sem að ég þroskast af/
auðvitað voru góðar stundir en þær liðu bara svo voða hratt/
lærði af þessum tímum , og af öllu því sem skeði/
því hvern dag hugsa ég hvernig lífið getur verið/
og ég lærði að meta það og allt sem að ég hef/
svo þegar mér líður illa veit ég hvernig það er verst/
lífið er stutt , svo þú skalt skína en/
láttu þér líða vel og ekki vera flýta þér/
að verða eldri , því þá verðuru brátt gamall/
og þegar þú ert orðinn gamall geturu ekki farið til baka/
átt bara eftir að sakna , þess að vera barn/
og þú munt líta í spegil einn góðann veðurdag/
og átta þig á þessu , því það sem þú sérð er gamall maður/
sem þráir ekkert annað en að fá gamlar stundir aftur/
og tækifæri til að lifa vel er það sem ég fæ/
veit að lífið er stutt svo ég lifi því hægt/
www.myspace.com/listamadur Tjekkið á lögunum.