Jæja fólk, hvað finnst ykkur um nýju plötuna frá DJ Shadow? Einhverjir hér sem hafa hlustað á hana eða enn betra keypt hana?
Þegar ég heyrði eitthvað af þessu nýja efni frá DJ Shadow, hyphy eins og það er kallað, þá fékk ég smá sjokk. Mér leist ekkert á að stefna inn á mainstream rapp eftir að hann hafi skarað svona framúr á sínu sviði og til auka hafði mér alltaf mislíkað þetta Lil John og það, alltaf fundist það hálf hallærislegt.
Samt sem áður kom platan þægilega á óvart, DJ Shadow tókst að vera ferskur aftur með öðruvísi efni. Öll platan er þó ekki í þessum hyphy stíl og ber að taka eftir sumum lögum plötunnar með vísun í gamla góða stílinn og eru þau alls ekki slæm. Ég varð ekki vonsvikinn og aðrir ættu heldur ekki að vera það þó þeir séu ekki die hard DJ Shadow fans eins og ég. Svo sannarlega ekki hans besta plata eins og dómurinn í Fréttablaðinu í dag las, en þó skarar hún fram úr hvað varðar ferskleika í hiphopi í dag.
Mælt með.

Endilega segið skoðun ykkar á plötunni ef þið hafið tjékkað hana og sérstaklega ef þið kannist við eldra efni frá DJ Shadow.

kveðja, Friðrik
“we are brothers