Sælir drengir… var að byrja að vinna í nýjum texta ekki alveg kláraður bara sona uppkast… á eflaust eftir að breyta einhverju en bara svona fá kannski smá álit og sjá hvort þetta sé á réttri leið :) takk fyrir mig :)


1. vers

Hvernig er okkur refsað fyrir okkar syndir?
er lífið óklárað málverk ef ekki hvernig er heildarmyndin?
hafið þið séð hana? eða erum við allir blindir?/
finnst ég vera fastur á hafsbotni og ég kemst ekki neitt
finnst ég bara synda í hringi, þannig er það yfirleitt
vill læra að synda í þessu hafi, en er það orðið of seint?/
mig dreymir að komast burt er ég einn um það?
hef spurt marga en er aldrei svarað
ég bið til Guðs um að hleypa mér héðan
en ég fæ engin svör! er hann til? því ég hef aldrei séð hann
bíð eftir svörum, svo ég syndi bara á meðan/
efast um tilveru, skilur ekki hans viðveru,
sérð hann ekki eins og skuggan en sammt enþá að hugsa
Því þeir sem hafa séð stjörnurnar vita þær eru til staðar
þeir sem hafa ekki séð þær eiga ekki eftir að trúa, þannig er jú sú saga/
finnst alltaf grasið vera grænna hinum megin
vill komast yfir bíð bara eftir góðum degi
en ég er ekki flugstjórinn í mínu eigin lífi svo ég bara þegi/
en stundum fellur ský fyrir sólu
þokan leiðir yfir og ég sé allt í móðu
held samt sem áður ótrauður áfram með minn róður/
trúin samt sem áður til staðar
ég gefst ekki upp held áfram að leita svara
kemst ekkert áfram eins og hjarta sé tromp en ég dreg bara spaða/

Viðlag:

Guð, skapari himins og jarðar
er þér skítsama um tilveru mína og hvað mig varðar
var líf mitt einungis sett á svið?
sé bara djöfla í kringum mig,
Guð ég bið bara um frið
frelsaður mig frá þessu illa ef þú ert virkilega til!

2. vers

orðinn þreyttur á að vera handtekinn farþegi
í þessu svokallaða lífi, og ég man ekki
hver er flugstjórinn! en hann er kallaður andskotinn
er einn um borð og finnst ég vera andsetinn
var skilinn eftir einn og yfirgefinn
þetta er orðið langt flug og ég er uppgefinn/
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”