Ég vil byrja á því að þakka öllum íslensku böndunum fyrir frábært show á Airwaves, spik fokking feitt. Ég er strax farinn að hlakka til næstu hátiðar, ísl böndin verða alltaf betri og betri.

í Samb við Lords Of The Underground, þá höfðum við sem stöndum að Airwaves ekki hugmynd um að þeir myndu senda út varalið, Doitall einn aðalrapparinn forfallaðist á síðustu stundu svo við vissum að hann kæmi ekki en það var ekki fyrr en við sóttum þá á völlinn að við vissum að Mr Funkee væri ekki með(upprunalega band er Doitall, Funkee og Dj Lord Jazz). Hann er að mér skilst hættur. Þetta vissum við ekki og hefðum ekki tekið þá inn ef þetta hefði verið á hreinu. Ofaná þetta allt að þá týndi Icelandair töskunum þeirra með öllum plötunum og þessvegna var þetta hálfsúrt show hjá þeim greyjunum. En íslensku böndin redduðu þessu ásamt Killa Kela sem var fokking geðveikur.

Búið var að negla næsta Kronik kvöld 20 nov en það datt því miður uppfyrir útaf óviðráðanlegum aðstæðum, erum að reyna að setja eitthvað upp í dec, nú ef það tekst ekki þá verður 10 ára afmælishátið Kroniks í byrjun næsta árs. Nánar auglýst síðar.

kv.

rawquZ