Hæ, allir sem fíla hip hop! Hafið þið ekki tekið eftir miðanum sem er framan á næstum því öllum rapp diskum (reyndar mörgum rokkdiskum líka)? Það sem stendur á honum hefur verið þýtt svona: Foreldrar athugið, óheflað málfar! Okei, kannski er þetta ekkert kurteisishjal en samt. Það eru til margar mun verri fyrirmyndir en rapptextar. Tökum bara Britney Spears sem dæmi, þvengmjó silicongelgja með aflitað hár. Haldið þið að hún sé góð fyrirmynd? Allavega myndi ég halda það. Það eru margar stelpur sem eru í rústi yfir því að þær séu ekki með stór brjóst eða mjó læri o.s.fr. Svo eru ekkert skárri strákafyrirmyndirnar. Hefur einhver séð poppsöngvara sem er ekki geggjað sætur og grannur og massaður og sólbrúnn…… Það þarf að endurskoða þennan ,,óheflaða málfar” miða. Það er margt annað í tónlistarbransanum sem er skaðlegra en nokkur blótsyrði! Ekki rétt?