Skrifaði þetta fyrir skólann, en ég hætti í honum áður en ég skilaði þessu svo voila.
————————————————

Við erum öll föst í okkar eigin eymd og volæði.
Sama hvað, þá er alltaf eitthvað sem bjátar á. Það er aldrei “allt í lagi.”
Stundum, eða sjaldan, þá kemur það þó fyrir að okkur fer að ganga vel; hlutirnir verða skyndilega laufléttir, tíminn jafnvel flýgur áfram og á einhvern undarlegan hátt virðist lukkan vera farin að snúast manni í hag. Eins og lífið hafi upp úr þurru tekið þá ákvörðun að hætta að láta eins og tussa, og fara að haga sér skikkanlega.
Það er á þannig stundum að manni finnst allt vera leikur einn; maður verður útdældur af jákvæðni, bjartsýni og þesskonar væmnum hlutum, líður eins og maður geti gert hvað sem maður tekur sér fyrir hendur og svona mætti lengi telja.
Eins og maður gæti glaður dáið eftir þesskonar dag.
Sannleikurinn er sá, að í hvert sinn sem maður byggist upp, þá verður maður fljótlega rifin upp frá grunni aftur. Og oftar en ekki harkalega.
Stundum veit maður ekki einu sinni hvað það er sem er að. Eins og við séum öll með einhverja sjálfseyðingarhvöt innbyggða og rembust því eins og rjúpan við staurin við það að finna eitthvað til þess að kvarta og væla yfir.
Fólk er auðvitað með mismunandi vandamál, misstór og miserfitt að takast á við þau; það fer auðvitað allt eftir því hverskonar manneskjur við erum. Við bregðust að sjálfsögðu ekki öll eins við öllu; við erum jú svo ólík.
Það er aldrei nokkurntímann hægt að þóknast öllum. Það myndi ekki skipta neinu máli þótt að einn daginn myndum við vakna og þá væri ekki lengur hungursneyð í heiminum.
Upp úr því yrðu bara til ný vandamál, eins og t.d. offjölgun í þróunarlöndunum.
Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á öll þessi börn deyja hægt og rólega og fá aldrei að kynnast lífinu almennilega, hvort sem það er úr hungri eða einhverri annarri vannæringu, en sumir halda því fram að afríkubúum sé nær að vera að framleiða öll þessi börn, þar sem þau byrja að hrúga niður börnum tólf ára.
Fyrir utan alla þá líkamlegu vanlíða sem hrjá okkur mannfólkið, eins og sjúkdómar, þá er mun erfiðara að kljást við andlegan sársauka.
Oft er eins og hversdagsleg vandamál okkar byrji smátt og smátt að mynda örþunna þræði sem fara að flækja sig saman og að lokum hafa þeir myndað eina, stóra flækju sem virðist ómögulegt að greiða úr.
Og við hættum að sjá einhvern tilgang með því að fara í gegnum daginn.
Við hættum að sjá eitthvað vit í því að fara á fætur á morgnanna.
Eða við viljum fara á fætur, en við getum það ekki; eins og “myrkrið” sé búið að spinna vef utan um okkur sem heldur okkur pikkföstum við rúmið.
Kannski erum við ósjálfrátt að reyna að berjast gegn því að vera hlekkjuð við þrældóminn sem hefur hlotið nafnið “líf.”
Eða kannski er allur sársaukinn sem við finnum að innan bara einhverskonar hróp og köll á að finna til; vera feginn því að finna eitthvað.
Ætli það sé ekki skömminni skárra að sundla og verkja, heldur að finna ekki nokkurn skapaðan hlut.
En ef maður finnur “ekkert” – eins og fólk vill meina þegar það er bara “tómt” að innan, veldur þessi tómleiki ekki vanlíða?
Líður þá okkur ekki bara nokkurnveginn alltaf illa þegar uppi er staðið?
Og ef svo er, er það kannski ekki bara “allt í lagi” að líða illa?
Ekki það að við séum haldin einhverju sjálfshatri í garð okkar, heldur bara það að þótt við höfum sár að innan sem munu aldrei gróa til fulls, þá megum við ekki láta það hindra okkur í að gera það sem sem við viljum.
Það eiga allir eftir að særa okkur. Hver og einn einasti. Það er bara málið að finna rétta fólkið, sem er virkilega þess virði að þjást fyrir.
,,Við lifum öll undir sama himni, en samt hafa ekki allir sama sjóndeildarhringinn.”
– Konrad Adenauer.