Yfirleitt höldum við mikið upp á snillinga sem leysa erfiðustu þrautir. En lausnir þeirra eru oftast svo flóknar að við venjulegt fólk skiljum ekki grænan guðmund hvað þessir ágætu snillingar eru að fara. Því er oft vanmetin þáttur kennarans og snilli hans við að gera flóknustu hugsun svo einfalda að varla talandi smábörn skilji hana. Legg því til að við tökum ofan fyrir öllum þeim kennurum sem hafa aðstoðað okkur við að skilja allt það sem við skiljum (vil taka fram að ég er ekki kennari).