Þegar ég dey verður heimurinn ekki lengur til. Þið verðið ekki lengur til.

Þegar ég dey virkar heilinn minn ekki lengur og án hans get ég ekki skynjað umhverfið.
Og ef ég get ekki skynjað, hvernig get ég þá vitað eða sannað að heimurinn verði áfram til?

Auðvitað er fólk að deyja á hverjum degi einhvers staðar í heiminum en samt er ég hér til að skrifa þetta rugl? Ok, en málið er að þetta snýst um mig (þig). Þegar ég dey verður heimurinn kannski til frá ykkar sjónarhorni en þar sem við lifum öll í fyrstu persónu, hvernig getum við (sem eru dáin) þá fullvissað um að heimurinn sé ennþá þarna úti? Ég held við getum það ekki og þ.a.l. get ég sagt að heimurinn hverfur eftir að ég dey og engin getur afsannað það.

Auðvitað kunnum við ekki að hugsa eftir að við deyjum svo þetta skiptir engu máli þá en mikið mystery núna þegar við erum á lífi.

En vá, hvað er ég að blaðra!?! Shit mar… :S

Any opinions? Skítköst leyfileg fyrir smábörn!

Bætt við 17. mars 2008 - 10:04
skítkast leyfilegt fyrir fólk sem heuf heila
og takk fyrir það :D