Lífið er sjónvarp. Lífið er bíomynd. Hver manneskja lifir í sinni eigin bíomynd. Mitt líf er léleg hryllingsmynd, þar sem allt er leiðinlegt og skelfilegt og allir eru að deyja. Þitt líf er ævintýramynd, þar sem allt er spennandi og allt er gaman. Stundum er skipt um mynd með fjarstýringu. Sumar fjarstýringarnar eru bilaðar og stundum vantar batterí í þær. Guð er ekki á fjarstýringunni heldur maður sjálfur.

Þetta er bara pæling sem ég var mikið að pæla í. Ég og vinur minn Abraham töpum okkur oft í svona heimskulegum ef til vill heimspekilegum hugsunum. Ég spái mikið í hlutunum þegar ég hlusta á David Bowie. Ég myndi telja mig vera kvikmyndin blow - svona - up's and down's.

Takk fyrir, þetta var mín tilraun til að vera meira en gaurinn sem leigir 2 videospólur á dag, mín tilraun til að vera heimspekingur en ekki lónerinn í strætónum.

Follu