ég hef oft verið að pæla í þessu með hvað gerist eftir dauðann.
Alltaf að reyna að finna einhverjar sannannir um það að það sé annað líf, eða eitthvað svoleiðis.
Ég var eitthvað að tala við mömmu um þetta og hún sagði mér frá því að afi minn var inná sjúkrahúsi og allt í einu hætti hjartað að slá….læknarnir komu auddað með þessi rafmagnstæki(man ekki hvað þau heita) og settu hjartað aftur í gang. Seinna sagði hann mömmu að hann hafi séð það, einsog hann væri ekki inní líkamanum en sæi þetta samt allt saman. Mér fannst þetta næg sönnun í smá tíma og ég hætti að hugsa jafn mikið um þetta, en svo las ég blaðið lifandi vísindi og þar voru útskýringar á öllum svona tilfinningum og hvers vegna fólk fær þessar tilfinningar þegar það er nær dauða en lífi.

Mér finnst þetta geðveikt fúlt því að núna er ég aftur orðin óviss með þetta. Langaði bara að tjá mig um þetta ;), Hvað finnst ykkur?
Takk