Þetta er ein fluga sem ég og bekkjarfélagi minn fengu í hausinn í heimspekitíma.
Ef það er gengið út frá því að afstæðiskenning Einsteins sé rétt, þá má ganga að því vísu að allt sé úr orku. Venjulega er sagt að allt sé annaðhvort úr mismunandi myndum orku, eða efnum, en ef maður brýtur efni niður, þá fær maður að lokum út orku. Þá hlýtur allt að vera gert úr orku, ef ekkert er til annað, ekki einu sinni ekkert. Þá hlýtur maður að komast að því með rökfræðilegri hugsun að orka sé ekkert, fyrst ekkert annað er til. Þannig leiðir þetta til þess að heimurinn sé í raun og veru ekki neitt.
Þetta kann að vera nokkuð langsótt, og ég veit af hugtökum eins og andefni, þannig að ekki taka þetta of alvarlega. Þó finnst mér nokkuð til í þessu ef maður pælir í því. <br><br>Því meira sem maður lærir, því minna veit maður
-Sókrates
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður