Ein helsta og mest torræðnasta spurning sem mannkynið hefur velt fyrir sér er hver sé tilgangur lífsins. Margir halda að þeir séu með réttu svörin og rökstyðja kenningu sína stundum með líffræðilegum eða persónulegum rökum, í von um að fá aðra til að móttaka þeirra tilgátu. En er þetta ekki dálítil þröngsýni? Ef hver manneskja er einstök, er þá tilgangur lífsins ekki eins margbreytilegur og manneskjurnar?
Samt er einn stór tilgangur sem allir í þessum heimi, hver einasta manneskja, hefur eða mun hafa, en það er peningaáhyggjur. Það skiptir engu hvar í þjóðfélagsstiganum manneskjan er, alltaf skal hún hafa áhyggjur af peningum.
Þannig að ef einhverjir vilja halda því statt og stöðugt fram að það sé aðeins einn tilgangur með lífinu, myndi sá tilgangur ekki vera peningaáhyggjur?