Örfá orð um félagsfræðina Þar sem heimspeki er mitt aðal áhugamál hef ég lengi vel þurft að kljást við þá spurningu hvert mikilvægi hennar sé. Þegar ég minnist eitthvað á heimspeki heyri ég það reglulega að fólk virðist hafa hálfgerða óbeit á þessari grein. Ég fæ að heyra hluti eins og það að heimspekin sé óþörf og það sé engin ástæða til þess að halda henni á lofti lengur. Sumir virðast halda það að raunvísindi séu fullnægjandi fyrir þekkingarþörf mannsins. En þar gleymist einn stór þáttur, félagslegi þátturinn, ef enginn myndi gagnrýna samfélagið og leggja til umbóta og svo framvegis yrði engin þróun í samfélaginu, allavega ekki heilbrigð þróun.

Ég rakst um daginn á grein sem fjallaði um þetta og heitir Varieties of courage. Í upphafi greinar vitnar höfundurinn í breska rithöfundinn Charles Lamb með þessum orðum:
„Nothing Puzzles me more than time and space; and yet nothing troubles me less, as i never think about them.“
Þessu líkir hann við samfélagið þar sem maður getur lifað heila ævi og aldrei pælt í samfélaginu á gagnrýninn hátt og aldrei séð innfyrir ysta lag samfélagsins eða „jólapakkninguna“, og þannig lifað bara í fullnægjandi og skilvirku samfélagi alla sína ævi. En hinsvegar ef maður tekur sér tíma til að hugsa út í samfélagið og rýna í það og hættir að telja sjálfum sér bara trú um að hlutirnir „séu bara svona“ og spyr sig „afhverju eru þeir svona?“ þá getur það „pússlað“ jafnvel hina vitrustu vitringa.
Til þess að skoða samfélagið verðum við að reyna að gerast áhorfendur utan þess, á svipaðan hátt og Rawl vildi að menn beittu fávísisfeldinum.

Höfundur greinarinnar segir sem svo að ef öllum ritum félagsfræðinga yrði eytt, yrði kannski harla stór skaði skeður, en ef öllum ritum viðkomandi félagsfræðinni yrði eytt væri það svo stór hluti af öllum bókmenntum að það væri óþolandi að vera án þeirra. Sem segir nokkuð um vídd félagsfræðinnar sem fræðigreinar, og að fátt er henni óviðkomandi.

C. Wright Mills hafði þær hugmyndir um samfélagið að honum er líkt við föður sem horfir á þunglynt barn sitt leika sér hamingjusamlega meðal geitunga. Hann sér að samfélagið er að stefna að algerri „sjálfs-eyðingu“ en veit ekki hvort hann á að blanda sér í málin, eða hefur ekki hugrekkið til. Félagsfræðingar hinsvegar gera sér grein fyrir því að þeir hafa sjálfir ekki fullkominn skilning á þessu flókna viðfangsefni sem samfélagið er, og vita því af takmörkum verka þeirra. Þrátt fyrir það taka þeir verkefnið sér fyrir hendur og gera sitt besta til að kynna það fyrir gagnrýnum og oft andsnúnum almenning. Ástæðan fyrir því að þeir ná ekki fullum skilningi og svörum við vanda samfélaga er ekki sú að þeir séu ekki nógu “gáfaðir“ heldur sú að eins og höfundur segir
„munurinn á venjulegum manni og manni mikilla vitsmuna er sú að sá venjulegi er líklegri til að telja sig hafa svör við hlutunum.“
Tíminn er eins og þvagleki.