Litir, eru þeir virkilega það sem við sjáum að þeir séu?
Eða eru þeir jafnvel bara eitthvað sem við eigum bara fyrir okkur og enginn annar fær nokkurntíman að sjá?


Þegar ég lá í þungum þönkum núna um daginn fór ég að hugsa. Ég hugsaði hvað ef að einhver manneskja sér litinn sem ég tel að heiti blár nema hvað að hún sér hann grænann, þá getum við verið að segja nei mér finnst grænn fallegri litur eða nei mér finnst blár fallegri litur en samt verið að tala um sama litinn.

Þegar við ölumst upp þá er okkur kenndir hvað litirnir í litla litakassanum okkar heita, það er gulur og rauður og grænn og blár og allur regnboginn hreinlega og nokkrir aðrir en ef móðir mín myndi horfa á þann lit sem héti blár og myndi sjá hann grænann en ég myndi sjá hann bláann eins og ég tel að hann sé. Þannig sjáum við kannski litinn líkt og augnlitur okkar er?

Hver veit?
Við eigum aldrei eftir að komast að því og það er enginn leið að reikjna það, það eina sem ég veit er að blár er minn uppáhaldslitur og ég vona að þú sjáir hann á sama hátt og ég. (Augnlitur blár)