Tímin er ótrúlegt ginnungargap. Í eilífðini fyrirfinnst ekki rúm fyrir hugmyndir okkar, við einfaldlega höndlum eilífðina ekki, hún er alltaf úr seilingarfjarlægð.
Einhverra hluta þá er New York í eyði eftir fimmhundruð ár, fornir skýjakljúfarnir standa enþá í níðurníslu eins og minnismerki um liðna tíma. Við höfum vald til að tortíma heimsmyndinni eins og við þekkjum hana, og við við notum það vald. Menning okkar riðar til falls í einhverri styjöld framtíðarinnar.
En manninum er ekki útrýmt það er alltaf einhver sproti, inúítar eða þorp í kina lifir af. Hvar var hinn nútíma vestræni maður staddur fyrir sexþúsund árum? Eftir sexþúsund ár verður þessi eftirlifandi menning orðin ríkjandi og komin á svipað ef ekki lengra menningarstig og við í dag.
Og einhverjir fornleifafræðingar framtíðarinnar sem rannsaka hafsbotnin uppgvöta forna borg, rústir himinhárra bygginga og risa líkneski af sólargyðju haladandi á kyndli til dýrðar táknrænum guði frelsis?!
Ætli þessum fornleifafræðingum rendi í grun að þetta væri einhverskonar hámenning hnattvæddra og yfirburða tæknivæddra sexþúsund arum fyrr. Ólíklegt. Á sexþúsund árum eyddust öll ummerki, það er ótræulegt hversu náttúruöflin eru iðin, ekkert af tölvum,bókum né böndum af neinu tagi væri við lýði eftir sexþúsund ár. Við gerum lítið af því að rista rúnir okkar í varanlegri stein og það sem eftir yrði væri varla harla merkilegt. “Til minnigar um móður mína d.1930”undir styttu af engli og fleira í þeim dúr.
Það er menningarstig er ríkti á 21.öldinnin var frustædd með meiru væri álitið auðvitað.
Með tilit til þess að mannveran hefur verið til í sinni núverundu mynd í rúm fimmhundruð þúsund ár gæti maðurinn hundruð sinnum hafa náð á menningarstig jöfnu okkar. Slíkt verður aldrei sannað né afsannað, ummerkin eru gjörsamlega horfin. Sem er skiljanlegt, jafnvel heilu fjöllin geta horfið sporlaust á fimmhundruðþúsundir ára.
Og ég er bara rétt að byrja… Risa eðlunar voru uppi í um fimmhundruð milljón ár. Bara á einu fimmta hluta þess skeiðs eru fimmmiljón ár, sem eru yfignótt af tíma fyrir tegund að þróast verða að menningu, hámenningu og svo falla, og að lokum hverfa öll ummerki. Jafnvel aðeins einn tíundi þess tíma, fimmhundruð þúsund ár þarf til þess, eins og dæmin sýna.
En hvað með jarðsöguna, sex milljaða ára, nánar tiltekið sexþúsund milljón ár. Fyrstu tvösþúsund milljón árin voru frumdýrin að þróast. EN hvað með að í augnablik einhverstaðar í miðju þess skeið, frumlífsskeið, hafi í tvöhundruðmilljón ár þróast hámenningalegt lífverustig og fallið síðan aftur á byrjunareit frumveranna. Þetta væri ekki nema brot af þeim tíma sem væri mögulegur en samt nóg. Kannsi að slíkt hafi gerst trekk í trek og við séum kannski bara fimmta tilraunin eða eitthvað?
En jafnvel jarðsagan sjálf er aðeins sandkorn í stundaglasi alheimsins. Og tækifærin eru því sem næst óendaleg og allskonar form lífs gætu hafa átt sér stað. Eins og alheimurinn er nú stór þá gæti þetta hafi gerst milljarð sinnum á milljarð mismundandi stöðum með milljarð ára millibili. Og það margfaldað með milljarð í öðru. Aldrei að vita.
Þess vegna er fjarstæða að fullyrða annaðhvort af eða á í þessu sambandi, það væri einfaldlega þröngsýni að neita þessum kosti. En það verður allavega ekki sannað í bráð svo þetta er bara hugarleikfimi.