Að finna tilgang lífsins er þrekraun sem ófáir hafa reynt.

Sumir hafa eytt nokkrum klukkustundum í að finna tilgang lífsins, gefist upp og hætt að spá, aðrir hafa eytt mörgum árum í að finna tilgang lífsins og enn eru fleiri sem eytt hafa mannsævi sinni í að finna tilgang lífsins.

Tilgangurinn sem hver manneskja sem lifir á þessari jörð hefur örugglega einhvern tímann spáð í, er ekki staðfestur og hann er heldur ekki lögmál. Fólk hefur komist að niðurstöðu um tilgang lífsins, og sama hver niðurstaðan er, þá verð ég aldrei sammála henni. Ég trúi því að tilgangur lífsins sé enginn - þú átt að gera það sem þér sýnist.

Nú veit ég að margir halda að tilgangur lífsins sé að eignast maka og börn (kynslóðir). Ég er ekki sammála því. Að sjálfsögðu verður fólk að eiga börn til þess að kynslóðir manna haldi áfram, en það er ekki tilgangur okkar með þessari jarðvist, að eiga bara fleiri og fleiri börn. Það er bara leiðin til að halda manninum (já og öðrum dýrum) á þessari jörð.

Ég og þú höfum velt tilgangnum fyrir okkur. Oft þegar okkur líður illa, þá hugsum við - hver er tilgangurinn með þessari jarðvist?

Það er hugsunin um tilgang lífsins sem verður okkur að falli. Við finnum engan réttan tilgang, sem veitir okkur lífsfyllinguna sem okkur vantar, í rauninni komumst við aldrei að niðurstöðu sem við erum öll sammála um.
Þegar hugsjúkt fólk sem er á seinstu dropunum að þrauka af lífið fer að hugsa um tilgang lífsins og finnur hann ekki þá upplifir það oft, það sjálft vs. lífið

Sannleikurinn er að lífið verður manni ekki að falli, heldur maður sjálfur. Við verðum jú sjálf jafnvel þunglynd við að finna engan tilgang, og er það ekki skrítið þegar það er enginn sérstakur tilgangur. Við komumst aldrei að einni niðurstöðu sama hvað við hugsum.

Verum við sjálf, gerum það sem við viljum. Að sýna sitt rétta andlit, vera trúr sjálfum sér og hugsa ekki um hvað öðrum finnst þegar við sjálf trúum að við séum að gera rétt er það sem næst kemst tilgangi lífsins.

Takk fyrir mig.

Með bestu kveðju
Exciting
Með bestu kveðju: