Gefum okkur aðstæður. Segjum sem svo að guð sé til og að fullt af fólki trúi á hann. Hugsum okkur svo að hundrað árum seinna séu allir hættir að trúa á þennan guð. Er hann þá ennþá til ef enginn trúir á hann og enginn veit af honum?

Þessi pæling er kannski svoldið skyld pælingunni um hvort það heyrist hljóð þegar tré fellur og enginn er nálægt til að hlusta á hljóðið!

Mér finnst svoldið erfitt að útskýra þessa pælingu en ég ætla að gera mitt besta.
Í mínum augum felst máttur trúarinnar í því að trúa. Þannig skiptir kannski ekki öllu máli hvort fólk trúir á guð, móðir náttúru eða bara sjálft sig, bara ef það trúir á eitthvað. Trúin flytur fjöll.
Þarafleiðandi ef ótrúlega margir trúa á eitthvað og sameinast í bænum sínum, fer svo mikil orka í það að það eru miklar líkur á að bænir þeirra rætist.

Segjum sem svo að maður biðji guð um að hjálpa sér. Hvaða svar fær hann? Jú, hann fær svarið “Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir” og fær þarmeð styrk til að hjálpa sér sjálfur.

Þessi pæling kviknaði í hausnum á mér þegar ofurkusa [Kusa í tilvistarkreppu!] spurði í grein sinni afhverju enginn trúir lengur á guð. Kannski hefur trúin bara færst yfir á mátt mannsins, þ.e. hæfileika hans til að gera ýmislegt s.s. finna sífellt upp nýja hluti o.fl. Eða þá að fólk vill bara halda trú sinni fyrir sig ekki hlusta á endalausar prédikanir presta heldur hafa möguleikann á að mynda sér sjálft sína skoðun á hlutunum.


Þessvegna er ég að velta fyrir mér hvort að guð sem enginn trúir á sé til? Hefur hann einhvern mátt? Hvað getur hann gert?



Kveðja,
Ljúfa /sem trúir á guð og sjálfa sig :)