Eldhúsinnréttingar Hæhæ, nú er ég orðin leið á að vaska upp og vil fá uppþvottavélina mína í gang aftur!

Við fluttum í hús, sem við erum að kaupa, um miðjan maí og síðan þá hef ég…og bara ég séð um að vaska upp. Það er sko ekki það vinsælasta á heimili sem hefur verið uppþvottavél í nokkur ár að þurfa alltí einu að standa og vaska upp. En uppþvottavélin okkar kemst ómögulega fyrir í innréttingunni nema með meiri háttar tilfæringum eða hreinlega að fá nýja innréttingu.

Svo nú langar mig að vita hvar eru hagstæðustu kaupin á innréttingum í dag, miðað við gæði að sjálfsögðu. Ég er samt ekki þessi týpa sem vill það flottasta og dýrasta, heldur bara að það sé notaleg, þægileg og þokkalega fín innrétting.
Ég reyni að senda inn mynd af eldhúsinu, sem var á netinu hjá fasteignasölunni. Við viljum til dæmis losna alveg við bekkinn sem kemur út á gólfið, það þrengir svo borðkrókinn.

Ætti maður kannski bara að redda sér til bráðabirgða þar til maður hefur efni á almennilegri innréttingu sama hvað hún kostar?
Ef útí svona “reddingu” verður farið kostar það minni vask, og þá þarf að breyta borðplötunni og jafnvel ný blöndunartæki, rífa skáp í burtu og lækka sökkulinn þar sem vélin ætti að koma. Vaskurinn er fáránlega stór, tvöfaldur og með þvílíkum bekk að hann tekur allt borðplássið við gluggann.

Endilega hellið uppástungum yfir mig ;) ég nenni ekki að vaska upp meir….!!!