Mig langaði aðeins að segja ykkur frá því þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Það er nú ekki langt síðan eða kannski um rúmlega hálft ár síðan, en það var allavega þannig að við fréttum hjá fasteignarsala að þessi tiltekna íbúð væri að koma á sölu og við fórum strax og skoðuðum hana, fyrst bara við tvö hjónakornin og svo tókum við foreldra okkar með, af því við höfum náttúrulega litla reynslu af því að kaupa íbúð. Þegar við fórum með foreldrum okkar, spurði pabbi minn hvort að það væri einhver raki í íbúnni og maðurinn sem var að selja íbúðina svaraði því neitandi, en sýndi okkur blett á vegg í öðru herberginu sem hann sagði að það hefði einu sinni verið raki þar en væri ekki lengur vegna viðgerða sem hefðu verið gerðar út af tilteknum raka. Ekkert mál og Öllum leist mjög vel á íbúðina þannig að hún var keypt.
Þegar við áttum að fá lyklana afhenda, þá var verið að leggja lokahöndina á þrifin (sem voru btw á skalanum 1 - 10 svona 2, og þá meina ég að ég gef einn í viðleytni) þá sjáuum við þessa þvílíku rakarbletti í stofunni sem við sáum ekki þegar við vorum að skoða vegna þess að sófin var þar við vegginn, og ég spurði hvort að þetta væri raki og hann sagði nei, að þetta væri (man ekki hvað hann sagði) en allavega rétti okkur lyklana og sagði okkur vel að lifa. Pabbi kom síðan og skoðaði þetta og þetta var hin versti raki, og við fórum beint í fasteignarsalann og hann kom og mældi rakann og hann var þónokkuð mikill raki. Við báðum fasteignasalan um að tala við þau um þetta og sem hann gerði og þau sögðust bara ætla að borga einhvern mismun sem myndi koma þegar við myndum ganga frá síðustu eignaskiptapappírunum, en þeir fóru þannig að þau þurftu að borga okkur, þannig að það hefur ekkert meira verið gert í þessu rakadæmi. Ég hef hringt í fasteignarsalann nokkrum sinnum og hann segir alltaf að hann sé að fara hringja og tala við þau um hvað eigi að semja um miklar greiðslur og eitthvað eða hvort fyrverandi eigandi eigi að laga þetta, en ekkert gerist. Ég er ekki búin að hringja núna í nokkra mánuði. Hvað finnst ykkur um þetta mál?
Á ég að láta kyrrt liggja eða á ég að halda áfram að ónáða fasteignasalann???
Kveðja Sigga
Kveðja Sigga