Það er nú þannig að ég er að fara að mála hjá mér og ég var að spá í það hvernig það kæmi best út og ætlaði að spyrja fólk álits á því máli.

Þannig er mál með vexti að íbúðin er mjög lítil en mjög svo snotur. Þetta er fyrsta íbúðin mín og ég var að íhuga að spurja einhverja hvort þeim finnst að ég eigi að mála íbúðina í dökkum litum eða ljósum. Það er parket í íbúðinni ljóst. Þetta er íbúð í gömlu húsi í hverfi 101.

Ég held oft veislur, reyndar ekki stórar svona fyrir 20 manns eða svo en þá getur oft orðið þröngt á þingi ef þú veist hvað ég á við og ég vil spyrja líka hvernig hægt sé að bjóða svo mörgum heim til manns sem á litla íbúð þannig að hún líti út fyrir að vera ekki eins full og ég vildi gjarnan fá ábendingar um það hvernig er best að raða sófum borðum og fleira.

Með fyrirfram þökk urrandi