Langar að segja aðeins frá minni reynslu með útlits dýrkun. Ég er að æfa badminton og ætlaði að styrkja mig mjög mikið núna í sumar. Íþróttin sem ég æfi krefst þols og málið er að vera ekki algjört massatröll heldur þol í vöðvum. Ég byrjaði að æfa mig á fullu og var nokkuð ánægður með líkaminn, ég hreynlega dýrkaði hann. Mig langaði bara að vera massaðri og hugsaði alltof mikið um útlitið. Ég byrjaði að minnka þol æfingar og byrjaði að æfa sprengikraft og bæta við mig vöðvum.
Núna spyr ég mig afhverju var ég að þessu?
Ég var hættur að þjálfa mig fyrir íþróttina og var byrjaður að bæta á mig vöðvum fyrir útlitið og til hvers?
Núna er ég hættur þessari útlitsdýrkun og er aftur byrjaður að æfa þolið og styrkja mig og ég er að því fyrir íþróttina en ekki útlitið. Ég er búinn að ákveða að æfa mig aldrei aftur fyrir útlitið. Ég er sáttur með minn líkama og tel að fólk sem er að bæta á sig vöðvum bara fyrir útlitið og ekkert annað ættu að hugsa sig um, tilhvers eru þið að þessu? vantar kannski sjálfsstraust?