Góða kvöldið,

Ég er búin að vera í löngu og hörðu átaki, 6x í viku í Zumba, nota PinkFit fæðubóta efni eins og prótein, L-Carnetine og Eat Control, drykkurinn er 2x á dag (Morgunmat og síðdegis eða í kvöldmat) Eat Control 3x á dag tvær töflur og L-Carnetine 3x á dag, ofan á allt þetta nota ég Hydroxicut Hardcore (1/2 bréf fyrir hverja æfingu) og Oxi-Tarm Tvær töflur 2x á dag (Sem eru einhverskonar hreinsunar efni fyrir þarmana). Eins og sést á þessu er frekar augljóst að ég fari ansi oft á klósettið yfir daginn og það kemur ekkert nema illa lyktandi vökvi. (Rosalega smekklegur þráður hér á ferð) En allavegna, þá er ég búin að vera með sár í nefinu í allavegna mánuð sem versnar bara og versnar, ég hef heyrt að það sé einkenni af næringarskorti og einnig hef ég verið að fá svimaköst í Zumba. Ég gæti alveg trúað að ég sé með næringarskort vegna þess að ég er manneskja sem er mikið á ferðinni og hef ekki beint tíma til þess að elda góðan og næringaríkan mat. Eini "maturinn" sem ég hef tíma fyrir er ristað brauð, jógúrtdrykkur eða prótein stykki. Það sem ég vildi vita er hvort að einhver hérna væru með góð ráð, hvað er gott að borða til þess að fá næringu og hvernig er best að tækla þetta sár í nefinu? Hehe :)

Svo er annað,

Mamma mín. hún er lengi búin að vera með viðkvæma húð. Það má varla snerta hana þá koma strax marblettir eða eins og ég mundi lýsa því, blóð undir húðinni. Þetta er mjög skrítið. Það var einhver læknir sem sagði henni fyrir löngu síðan að nota eitthvað Herbalife vítamín, en hún man ekki hvað það heitir í dag og læknirinn sem sagði henni þetta er hættur á heilsugæslunni í bænum okkar. Er einhver þarna sem hefur átt við sama vandamál að stríða eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern? Ef svo er þá væri frábært að fá góð ráð :)