Þannig er mál með vexti að ég hef alltaf æft handbolta í mörg mörg ár og hef alltaf verið mjög grannur, kannski aðallega því ég var aldrei duglegur að lyfta með. Fyrir svona hálfu ári hætti ég að æfa og þá áttaði ég mig á því að ég get fitnað alveg eins og annað fólk.

Þrátt fyrir að hafa “fitnað” þá mundi ég ennþá kallast grannur náungi, en mér finnst eins og öll þessi fita sem er alls ekki mikil og hefur myndast á mér síðan ég hætti, hafi bara safnast fyrir á maganum á mér, allir þeir magavöðvar sem sáust á mér eru eiginlega alveg ósýnilegir núna.

Núna vanntar mig hjálp frá ykkur hugurum, ég er 194cm og 87kg. Mig langar til að bæta á mig vöðvum og þyngjast en á sama tíma losna við þessa litlu bumbu (ef hægt er að kalla þetta bumbu) sem er að myndast og fá gömlu góðu magavöðvana mína aftur. Langar ekki að verða eins og eitthvað tröll, heldur bara þokkalega massaður ef þið skiljið mig :)
Þar sem ég er nú frekar hávaxinn þá má ég nú alveg þyngjast um soldið mörg kg án þess að líta asnalega út.

með von um góð svör,
kv. kisupottu