Ákvað fyrir ca. viku að byrja almennilega að stunda líkamsrækt eftir Airwaves hátíðina og ætla að byrja í dag.
Hingað til hef ég verið að fara 2-3x í viku með ekkert almennilegt program en ætla að fara 6x í viku í 100 daga og sjá hvernig það er (er búinn að gera veðmál um þetta svo ég get eiginlega ekki breytt þessu ef þetta er slæm hugmynd).
Ég er með kort í WC og hafði hugsað mér að kaupa Heilsueftirlit hjá þeim (http://www.worldclass.is/Page.aspx?MaincatID=23&id=461) til þess að fá program, kennslu á tæki/æfingar og motivation í gegnum mælingar og slíkt.
Hins vegar hef ég ekki góða reynslu af þjálfurum í WC, (en hef aldrei borgað fyrir þjálfun frá þeim, svo viðhorfið gæti verið annað) og var að velta fyrir mér hvort að aðrir möguleikar væru betri eða hvort ég ætti að biðja um ákveðinn/ákveðna þjálfara.

Random hlutir sem koma málinu mögulega við:
19 ára, karlkyns, 78kg langar að vera svona 2-5kg þyngri og lækka fitu%.
Aðal markmið er almenn vellíðan, útlit þar á eftir.
Þarf program þar sem ég get verið einn, vegna þess að ég er í fjarnámi scheduleið mitt því öðruvísi en hjá vinum mínum.

Dettur ekki í hug meiri relevant upplýsingar.