Góðan daginn heilsungar.

Ég er ungur strákur um tvítugt, kringum 1,80 á hæð og er tæplega 60 kíló á góðum degi. Ég hef aldrei æft neinar íþróttir að ráði en hef samt stundað fótbolta lengi, er s.s. ekki spastískur antisportisti.

Þar sem mitt líkamlega ástand og þol er ekki gott þá vil ég fara að gera eitthvað í málunum.
Ég vil bæta á mig vöðvamassa svo til allsstaðar og bæta hlaupaþolið mikið, sem sagt, ég vil bara verða almennilega “fit”. Eftir það er svo hægt að sjá til með framhaldið.

Það sem ég er að hugsa er bara hvar er best að byrja.. hvaða rækt, hvernig program, einkaþjálfun eða annars konar þjálfun og svo framvegis.. Bara öll góð ráð þegin.