Það fer eftir því hvað orskakar þetta, gæti verið vandamál með heildadingulinn, eða eitthvað algerlega obscure ( e. sjaldgæft og lítið þekkt ) þannig að lausnirnar gætu verið algerlega ólíkar miðað við hvað amar að.
Hjá körlum sem komnir eru á aldur og farið að dofna í þeim teststerón eru stundum notaðir estrogen blokkerar, þar sem þeir valda því að eistun þurfa að halda uppi framleiðsunni, því að ef þú gefur testósterón beint inn í kerfið þurfa eistun ekki að hafa eins mikið fyrir lífinu, og geta minnkað og líklegra að þau verði lélegri. Þetta á við flesta ef ekki alla kirtla sem framleiða hormón í líkamanum. Ef þú setur inn í líkamann hormónið sem þeir framleiða þá sér líkaminn enga ástæðu til að framleiða meira og sendir kirtilinn bara í frí í ótilgreindan tíma. Það er ekki sniðugt að senda svona líffæri í of löng frí þar sem þau geta hrörnað og orðið léleg og koma verða kannski alldrei eins góð aftur eftir að þau koma úr löngu “fríi”.
En áttaðu þig á því að það er ekkert einusinni gefið að þú eigir við neitt annað vandamál en að vera aðeins of feitur. Þannig að ekki panikka, farðu bara og spjallaðu í rólegheitum við lækninn þinn og fáðu staðfestingu ( þeas blóðprufu ) á því að allt sé í góðum málum.