Ég fer núna út að skokka á öllum dögum nema föst og laug, reyndar er það frekar stutt eða 10-15min skokk, ætti ég frekar að fara á færri dögum og bara fara lengra í staðinn ? Eða hvað ætti ég að gera til að léttast sem mest?
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'
Ég viðurkenni að ég er ekki læknir en ég held að þú þurfir að skokka í meiri tíma. Brennir kannski svona 40 kaloríum á 10-15 mínútna skokki (m.v. það sem hlaupabrettin í World Class segja mér :P )
Minnst: Hlaupa í hálftíma. Skiptir ekki máli hversu hratt eða hversu langt, hlaupa í hálftíma.
Ef þú ert þungur þá er ekki ráðlegt að hlaupa til að byrja með. Farðu frekar út að hjóla eða eitthvað sambærilegt. Það gæti farið illa með héin.
Hlaupa amk. þrisvar í viku, eða hjóla eða línuskauta. Reyndar er það að hjóla eða skaut kannski betra til að brenna þar sem þú ert að nota fleiri vöðva.
“Eða hvað ætti ég að gera til að léttast sem mest?” -Borða hollt og gera það sem þér finnst skemmtilegt en er í leiðinni erfitt. Td. tekur á að fara á skíði, snjóbretti, hjóla, sigla, leika sér úti, labba upp á fjall, sippa, glíma, lyfta og margt fleira.
Bætt við 17. nóvember 2006 - 16:50 Og á meðan þú ert að hreyfa þig og ert að borða hollt þá ertu að brenna. Það er svekkjandi að vera að hlaupa á hverjum degi og leiðast og brenna engu á meðan útaf maður fékk sér franskar eða gos með matnum, nammi um kvöldið eða pizzu í kvöldmat.
Ég borða ekki nammi eða kökur og svoleiðis, örfáum sinnum í bíó og svoleiðis en annars ét ég held ég frekar mikið af pítsu, samt búinn að léttast þónokkuð.
Bætt við 17. nóvember 2006 - 17:16 örfáum sinnum í bíó, þar að segja sykurlaust gos :) Ekki kökur og svoleiðis
'you look like a gay terrorist with a broken windscreen wiper and your face is ridiculous.'
Þú þarft að skokka lengur en 10-15 mínútur ef þú vilt fara að ganga á fituforðann af einhverju ráði. Ég mæli með allavega hálftíma, 3-4 sinnum í viku.
Best er að fara út að hlaupa strax á morgnanna, fyrir morgunmat. Þá gengurðu beint á fituforðann þar sem að þú ert ekki með neina næringu i líkamanum til að brenna.
Svo kæmi sér ekki illa að fara í líkamsrækt 3 sinnum í viku, vöðvar brenna orku allan sólarhringinn, líka í hvíld.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..