Góðan daginn

Þannig er mál með vexti að ég hef verið að spá að byrja á kreatíni. Ég hef verið að lyfta í 2 ár núna ánþess að nota einhver efni og svo er ég að vinna við áfyllingar hjá ölgerðinni um helgar og einsog þeir sem hafa prufað það þá getur það tekið verulega á. Og þar sem nú nálgast jólin og ég reikna sterklega með því að vera að vinna öll jólin á fullu þá var ég að spá hvort það væri ekki sniðugt að taka kreatín með þeirri vinnu til að fá sem mest úr henni.
Einhverjar ráðleggingar??? er þetta sniðugt, hvað á ég að taka og er eitthvað sniðugra en kreatín??? t.d. eitthvað sem eykur þá brennslu.
Ég er 18 ára og 82 kg og 184 á hæð.

Kv. Gaui

Btw… engin skítköst og ég veit að það eru miljón aðrir svona korkar…