Sæl öllsömul.
Langar til að vita hvort að eitthvert ykkar hefur prófað þennan svokallaða kolvetnabrennir sem er til í Heilsihúsinu. Er reyndar ekki alveg viss um hvort hann heitir kolvetnabrennir eða ekki og ef það er vitlaust hjá mér að þá megið þið endilega koma með leiðréttingu.

Við vitum öll að þetta er gjörsamlega vonlaus átaksmánuður ef maður er viljalítill eins og ég og ég var að spá í hvort einhver geti sagt sína reynslusögu af þessu.
Hef heyrt ágætis sögur.

Vill líka taka fram að ég veit að hollast er að borða minna og hreyfa sig meira en við vitum öll að það er meira að en að segja það.

Ég þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir.