jæja þá fór ég í gærmorgun og ætlaði “loksins” að gefa blóð eftir að ég átti yngsta barnið en……það þurfti að taka prufur til að athuga hvort að líkaminn hefði myndað blóðflokkamótefni,þannig að ég get ekki farið og gefið fyrr en eftir viku.

Bara svona smá upplýsingar sem ég fann út á meðan ég var þarna á staðnum:

á hverjum degi þarf 70 blóðgjafa til þess að anna eftirspurn.

hver maður gefur 450 ml í einu

karlmenn meiga gefa á 3 mánaða fresti og konur á 4 mánaða fresti

hver blóðgjöf getur komið allt að 3 manneskjum að gagni

Árlega er safnað uþb. 15.000 einingum blóðs frá 8-10.000 virkum blóðgjöfum.

56% íslendinga eru í O blóðflokki
31% íslendinga er í A blóðflokki
11% íslendinga eru í B blóðflokki
2% íslendinga er í AB blóðflokki

85% íslendinga eru Rhesus(D) pós og 15% Rhesus (D) neg

Það er hver einasta gjöf mikilvæg og mesta þörfin er á blóði úr O blóðflokki ,því að bæði eru flestir íslendingar í þeim flokki og eins er það sá flokkur sem gengur við allt blóð. Ef að “vitlaus” flokkur er gefin þá fer blóðið í kekki.

Mig langaði líka aðeins að segja ykkur frá ástæðu þess að ég gef blóð:

ég er ein af þeim sem er “skíthrædd” við nálar og sprautur og allt þannig og fram á árið 1995 var ég alveg ákveðin í því að það væri sko alls ekkert fyrir mig að gefa blóð,en í september 1995 eignaðist ég yndislegan dreng en í fæðingunni þá missti ég mikið blóð og það var spurning hvort ég þyrfti blóðgjöf og það vakti mig til umhugsunar, ég á 4 börn og eiginmann,foreldra og bræður, sem ég elska öll útaf lífinu og hvað ef að þau þyrftu blóðgjöf….eða ég sjálf??

væri þá ekki gott að vera búin að “leggja smá inn”??

ég herti upp hugann og lét vaða,yfirsteig með einhverjum hætti sprautu/nálarhræðsluna og núna er ég búin að gefa 8 sinnum,það er reyndar þannig að maður má ekki gefa blóð á meðgöngu og í ár eftir fæðingu þannig að ef ég hefði ekki haldið áfram að eignast “engla” þá væri ég búin að gefa oftar :)

en allavega þá hvet ég ALLA til að athuga málið og sjá hvort að þeir eigi ekki smá tíma aflögu til að gera “góðverk”

p.s svo má ekki gleyma því að eftir að maður er búin að gefa þá er manni boðið uppá kaffi og með því ,rosa gott kaffi,brauð og kökur :)

mbk
harpajul
Kveðja