litli guttinn minn sem varð 1 árs 7 mai er “alltaf” lasin :(

hann er búin að vera meira og minna veikur í allann vetur,hann er búin að fá amk. 6 sinnum eyrnabólgu og fékk svo rör í eyrun og hefur reyndar ekkert fengið í eyrun eftir það.Svo er hann oft með kvef,þá grænt hor,og hósta/hálsbólgu,hann er með það sem kallast kvefastmi þ.e hann fær alltaf astmaeinkenni um leið og hann kvefast eitthvað smá,þannig að hann fær púst við því.
Hann fékk lungnabólgu um daginn og var lagður inná sjúkrahú með sýklalyf í æð,mjög lasin og svo er hann núna einn einu sinni lasin,með hán hita og kvef ofl.

ég er að spá getur verið að það sé eitthvað sem maður getur gert sjálfur,þá er ég ekki að meina lyfjagjöf, til þess að styrkja ónæmiskerfið?
er einhver sem hefur reynt eitthvað af óhefðbundnum lækningum eða grasalækningum og er til í að deila því með mér?
ég er nefninleg ekki svo hrifin af þessum sífelldu lyfjagjöfum en veit þó að oft reynast þær nauðsynlegar.

mbk
harpajul
Kveðja