Fitukirtlar Ég ætla aðeins að tala um fitukirtla.

Ég fékk eitt svoleiðis ógeð og það er nú ekki gaman að hafa eitt svoleiðis á andlitinu.
Fitukirtill er þannig að hann sprautar fitu út úr sér sem dreifist um húðina en ef hann stíflast þá fær maður svona harðan hnút á þann stað sem hann stíflast og hann verður að fjarlægja með aðgerð.
Ég fékk tvo svoleiðis.annar var á kinninni og hinn var í eyrnasneplinum og þetta var verið að taka i gær.Ég þurfti að fara til lýtalæknis og hann byrjaði á því að klippa eyrnasnepilinn og laga gatið sem ég var með þar þannig að égget ekki verið með lokk það lengur og eftir það saumaði hann 5 spor í það.
Nú næst byrjaðui hann á kinninni og þar gerði hann lítinn skurð og fór með töng þar inn og byrjaði að reyna að grípa í stífluna sem hafðist myndast þar og ég fann virkilega fyrir því en samt ekki sársauka en bara hvernig töngin var að fíflast þarna inn í mér.
Næst saumaði hann fyrir skurðinn og þar fékk ég 6 spor.
Ég má ekki þvo á mér hárið i fjóra daga og það er slæmt því ég hef smá blóði í hárinu og það er eitthvað efni sem þeir báru á mig til þess að sótthreinsa áður en hann byrjaði að skera og þetta er mjög pirrandi því að mér klæjar svo rosalega mikið í hausnum að það er ekki eðlilegt.Ég finn ekki neitt fyrir því sem þeir gerðu og það er rosalega gott.

Þannig að ef þið hafið eitthvað svona þá skuluð þið bara panta tíma hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni og hann reddar ykkur eins og skot.Þetta er frekar dýrt en sjúkrasamlagið borgar x% af heildarupphæðinni fyrir ykkur þannig að það er allt í góðu með það.


Kv
Neggi
KV