UPPHITUN
Nauðsynlegt er að hita upp
Nauðsynlegt er að hita upp fyrir æfingar til að koma í veg fyrir meiðsl og vöðvarnir verpa mýkri og tilbúnari fyrir átökin. Ávinningur af æfingonum verður meiri og men ráða betur við æfingarnar.
Tilgangur upphitunar
Tilgangur upphitunar era ð undirbúa líkamann en aukið blóðflæði til vöðva, hraðari súrefnisupptaka og efnaskipti eru liður í því. Taugboð ganga greiðar fyrir sig og líffærin fá meira blóð og þar með meiri næringu. Liðbrjósk og liðbönd þola meira álag þegar þau hafa náð að mýkjast við upphitun. Þetta gerir vöðvonum kleift að nota mjólkur- og fitusýrur og brenna orku. Flestir hitaupp í 10-20 mín. Og álagsviðmiðun er 65% af hámarkshjartslætti fyrir byrjendur en meira fyrir þá sem eru í góðri þjálfun.
Algeingustu upphitunaræfingarnar
Algeingustu upphitunaræfingarnar eru göngur,skokk og hjólreiðar. Í líkamsræktarstöðvum fara menn gjarnan á hlaupabretti, þrekhjól eða stigvélar til að hita upp. Auk þess má hita upp með sippi eða hoppum. Menn ættu að byrja hægt og auka svo álagið svo smátt og smátt meðan á upphitunartímanum stendur. Allar snöggar æfingar eru óæskilegar en með því að hreyfa hendur og handleggi má auka brennsluna í líkamanum um allt að 10 % Gott er einnig er gott að virkja sem flesta vöðva og taka kvið- og bakvöðva með í æfingarnar. Nauðsynlegt er að teygja vöðvana og liðka um liði í lok upphitunar.
Fann þetta í tímaritinu HANN
mmm…súkkulaði :I