Minningar úr Hagaskóla Þó sú þriggja ára dvöl sem ég átti í Hagaskóla þegar ég var að klára 7 ? 8 og 9 bekk hafi verið ágæt, þá er ýmislegt sem stendur upp úr þeim minningum sem maður á þaðan, þó ég sé ekki beint há aldraður þá er tannheilsan hjá manni upp á mismarga fiska, ég hef t.d þurft að láta rótfylla tvo endajaxla og fleira ekki skemmtilegt.

Í því sambandi þá kem ég inn á minningar sem ég á frá skólatannlækni sem var í Hagaskóla, í þá daga var ríkið með skólatannlæknir sem átti að veita öllum tannlækningar, og var það óháð efnahag foreldra, og auðvitað kom þetta sér best fyrir þau börn sem áttu foreldra sem voru með litla peninga milli handanna til að borga fyrir tannlækningar á einkastofum, þegar hér er komið við sögu þá er ég búin að fara í nokkrar ?lagfæringar? hjá skóla tannlækninum og man ég að mér fannst undarlegt hvað hann fann margar holur hjá mér, því ekki minnist ég þess að hafa fundið fyrir tannpínu.

Það sem gerist svo er að ég heyri að það hafi allt farið í háa loft í kringum þennan skóla tannlækni því hann tók víst til sín strák í stólinn sem á eða átti efnaða foreldra sem höfðu efni á að hafa tannlækni sem sá um alla fjölskylduna, og þessi strákur sakaði svo skóla tannlækninn um að hafa búið til holu í tönn á sér þar sem var eingin skemmd eða hola, og sagði hann að fjölskyldu tannlæknirinn hefði staðferst það að það hefði ekki sést nein skemmd á þeirri tönn sem var borað í hjá strákum.

Og heyrði maður að skömmu eftir þetta hefði ríkið lagt niður það fyrirkomulag að hafa skóla tannlækni í skólum. Ég veit ekki hvernig þetta er í dag, en í eftirmálum af þessu máli heyrði maður menn tala um það á göngum skólans að þeir vildu helst þagga niður þetta mál, og svitnuðu við tilhugsun um skaðabótamál á hendur ríkinu ef foreldrar teldu skólatannlækna hafa verið að búa til holur í tennurnar á börnunum sínum.

Ætli ég geti svo þakkað þessum samviskulausa tannlækni það að ég mér finnst tennurnar í mér vera að hrynja úr mér í dag, en auðvitað munu tannlæknar þræta fyrir að þeir geri nokkuð rangt, það er allavega mín reynsla af þeim til þessa, reyndar er það með alla lækna sem ég hef kynnst að þeir viðurkenna aldrei að þeir hafi gert mistök. Mér hefur líka verið það umhugsunarefni að í dag eru að vaxa úr grasi kynslóð sem er með sama og eignar holur í tönnum. Og er það kynslóð sem er eftir að skólatannlæknar voru lagðir af.

Og það læðist að manni sú hræðilega hugsun að skólatannlæknar hér fyrir um 15 ? 16 árum hafi í alvöru búið til holur í krakka því þeir fengu borgað vist fyrir hverja holu sem þeir gerðu við, svo ef þeim vantaði pening, þá bjuggu þeir bara til holur og fengu svo borgað fyrir það frá ríkinu.