Offita hefur aukist mjög í vestrænum samfélögum, með bandaríkin í fararbroddi með alla sína matarmenningu.

Nú á dögum má varla skoða fréttir nema minnst sé á offitu, en ég tek mjög mikið eftir að í flestum þessara frétta er ekki minnst á raunverulegu orsök offitu.

Talað er um “Offita hefur aukist meðal almennings…bla bla bla”, en ekkert minnst á “útaf því að”. Þetta gefur fólki svigrúm til að ÁLYKTA að offita orsakist af of miklu mataráti, og dregur þar með niður úr sínu eigin mataráti til að komast hjá offitu. Þetta er GRÍÐARLEGA röng ályktun.

Þetta er það versta sem fólk getur gert. Lausnin við offitu felst í því að borða “stöðugt”, þó það hljómi doldið fáránlega, en leyfið mér að útskýra þetta.

Það er hormón sem heitir Insúlín sem stjórnar fituframleiðslu líkamans, og í hvert skipti sem við borðum máltíð þá ræsir líkaminn þetta hormón sem fer út í blóðið. Hlutverk þessa hormóns er að breyta allri umframorku, orku sem við fáum úr mat, í fitu. En hvaðan kemur þessi umframorka?
Jú, hún kemur úr mat, og í hvert skipti sem við borðum stóra máltíð þá hækkar blóðsykurinn okkar upp úr öllu valdi (blóðsykur=orka líkamans). En líkaminn þarf ekki á allri þessari orku að halda, og hleypir þá Insúlíninu út í blóðið svo það geti gripið þessa orku og breytt í fitu, fita sem er síðar breytt aftur í orku ef líkaminn þarf á henni að halda.

Offita orskast einna helst af matarvenjum vestrænna samfélaga, og vinnutíma. Nú í dag er vinnutími langflestra um 9-5 eða álíka, sem þýðir að fólki er leyft að borða morgunmat, hádegismat og kvöldmat og sennilega eitthvað kvöldsnarl. En þetta eru í raun 3 stórar máltíðir.

3 STÓRAR máltíðir er það sem flestir venja sig á, jafnvel einungis 2 RISASTÓRAR máltíðir. En er maður sem borðar 2-3 máltíðir á dag ekki betur settur gagnvart offitu en maður sem borðar 4-5-6 máltíðir á dag? Svarið er NEI.

Þeir sem borða færri máltíðir borða STÆRRI máltíðir, og þeir sem borða STÆRRI máltíðir fá gríðarmikla orku í einum skammti, of mikla orku. Þegar gríðarmikil orka fer út í blóðið þá hækkar blóðsykurinn gríðarlega, sem þýðir að mikið af Insúlíni fer út í blóðið og breytir þessari umframorku í fitu. Semsagt, því stærri máltíðir, því meiri fitusöfnun.

Einnig er vert að nefna að matur er ekki allur matur. Hægt er að borða mikinn mat án þess að hækka blóðsykurinn, en hægt er að borða lítinn mat til að hækka blóðsykurinn. Þar komum við inn á svolítið sem heitir “Glycemic Index”, svokallaðan GI stuðul. En sá stuðull segir okkur t.d. hve mikið banani eða pasta hækkar blóðsykurinn.
Sjá: http://www.glycemicindex.com/

Allur matur er misjafnlega lengi að meltast, og misjafnlega lengi að fara út í blóðið. T.d. er hafragrautur marga klukkutíma að meltast og fara út í blóðið, þess vegna er hann kjörmáltíð fyrir þá sem vilja hefja daginn þreytulaust.

En hvað meina ég með ÞREYTULAUST? Jú, margir borða gríðarlega sykurmettaðan mat á morgnanna, sem þýðir að þessi sykurmettaður matur er fljótur að fara út í blóðið, sem þýðir að hann er fljótur að hverfa úr blóðinu sem þýðir að blóðsykurinn fellur fljótt vegna Insúlínsins sem líkaminn hleypir út í blóðið.

Þeta blóðsykurinn fellur þá verður þú þreyttur, og færð þér jafnvel kók, kaffi eða einhvern annan sykurmettaðan mat s.s. Mars eða Snickers. Við þetta hækkar blóðsykurinn þinn aftur, en lækkar fljótt aftur. Við þetta rússíbana-líferni þá getur þú fengið Sykursýki2, þ.e. eyðileggur náttúrulega aðlögun líkamans við hækkandi blóðsykri.


Svarið felst í því að borða margar, en litlar máltíðir til að viðhalda orkuþörf líkamans án þess að orkan breytist í fitu. Þessar máltíðir eiga að byggjast upp af hæg-brennandi mat, mat með lágan GI stuðul.


Fitnið vel!